Fara í innihald

Halldór Halldórsson (málfræðingur)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Halldór (Torfi Guðmundur) Halldórsson (13. júlí 1911 – 5. apríl 2000) var íslenskur málfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands.

Ævi og störf

[breyta | breyta frumkóða]

Halldór Halldórsson fæddist á Ísafirði árið 1911. Hann var sonur hjónanna Halldórs Bjarnasonar og Elísabetar Bjarnadóttur. Halldór lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1932. Hann lauk magistersprófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands 1938 og doktorsprófi frá sama skóla 1954. Halldór var íslenskukennari við Menntaskólann á Akureyri 1934–36 og 1938–51. Hann varð dósent við heimspekideild Háskóla Íslands 1951–57 og prófessor í íslensku nútíðarmáli frá 1957 til 1979 við sama skóla.


Fyrirrennari:
Einar Ól. Sveinsson
Ritstjóri Skírnis
(19541967)
Eftirmaður:
Ólafur Jónsson


  • Um hluthvörf (1939)
  • Stafsetningarorðabók með skýringum (1947) (fyrsta útg.)
  • Íslenzk málfræði handa æðri skólum (1950)
  • Íslenzk orðtök (1954) (doktorsritgerð)
  • Örlög orðanna (1958)
  • Viðbætir við Íslensk-danska orðabók Sigfúsar Blöndals (ritstj. ásamt Jakobi Benediktssyni) (1963)
  • Íslenzkt orðtakasafn (1968–69)
  • Þættir úr sögulegri merkingarfræði (1971)
  • Íslenzk málrækt (1971)
  • Old Icelandic heiti in Modern Icelandic (1975)
  • Ævisögur orða (1986)