Hugmyndafræði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hugtakið hugmyndafræði er frá því um 1800 og merkti upphaflega heildstæða lýsingu á samfélaginu ásamt hugmyndum um hvernig skyldi breyta því til hins betra. Merking orðsins hefur víkkað síðan og það færst nær því að merkja hvern þann hugsunarhátt sem einkennir einhvern hóp eða menningarsamfélag. Enn er orðið þó sér í lagi notað um félagspólitíska stefnuskrá hóps eða hreyfingar.[1]

Hugtakið var fyrst sett fram af franska heimspekingnum Antoine Louis Claude Destutt, comte de Tracy (20. júlí 1754 – 9. mars 1836). Destutt vann að rannsóknum á „vísindum hugmynda“ og beindi sjónum sínum að rannsókninni sjálfri en ekki viðfangsefni hennar. Hann greindi fræðigreinina í þrennt, þ.e. hugmyndafræði, framsetningu hugmynda og afleiddum niðurstöðum hugmynda.

Hugtakið kom fram á miklum umbreytingatíma í Evrópu á dögum frönsku byltingarinnar mikilli grósku í heimspeki- og stjórnmálaumræðu. Í upphafi var hugtakið einungis notað í þjóðfélagsumræðu í þeirri merkingu sem ofan greinir.

Í seinni tíð hefur merkingin orðið víðari og síðustu ár hefur hugtakið verið ofnotað og þannig fengið merkinguna að hugmyndafræði sé lýsing á markmiðum, forsendum þeirra og hvernig viðkomandi hyggist ná þeim markmiðum og getur átt við nánast hvað sem er. Þannig er talað um „hugmyndafræði“ leikskólans Naustatjarnar[2], hugmyndafræði Tónagulls, tónlistarskóla fyrir börn[3] og þannig mætti áfram telja.

Neðanmálsgreinar[breyta | breyta frumkóða]

  1. Haukur Már Helgason og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað er hugmyndafræði?“. Vísindavefurinn 19.6.2000. (Skoðað 23.7.2008).
  2. „heimasíða Naustatjarnar, skoðað 24. júlí 2008“. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. maí 2008. Sótt 25. júlí 2008.
  3. [1][óvirkur tengill]Heimasíða Tónagulls, skoðuð 24. júlí 2008