Blikastaðakró
Útlit
Blikastaðakró er ríflega 2 km strandlengja sem liggur við ósa Úlfarsár að odda Geldinganess þar sem skiptast á grunn vik eða víkur með sand og/eða malarfjöru og 2 - 4 m há klettanef sem ganga í sjó fram. Dýpsta víkin er Gorvík. Klettnefin eru vaxin mólendisgróðri og fléttugróðri, en inn af vikunum er graslendi og stundum mólendi og votlendisblettir. Mikið fuglalíf er í Blikastaðakrá á öllum árstímum og þar eru mikill fjöldi margæsa á fartíma og sendlinga að vetrarlagi. Svæðið er allt á náttúruminjaskrá og IBA-skrá og hluti svæðisins Varmárósar var friðlýstur árið 1980.
Fuglalíf í Blikastaðakró
[breyta | breyta frumkóða]Þessar fuglategungir hafa sést:
- Fýll er algengur frá á útmánuðum og fram á haust og verpur stundum í Gorvík
- Dílaskarfur er strjáll vetrargestur
- Grágæs er strjáll varpfugl í Korpúlfsstaðahólma
- Margæs er fargestur
- Rauðhöfðaönd er algengur vetrargestur
- Stokkönd er algengur vetrargestur og varpfugl sem sést allt árið
- Æður er algeng allt árið. Hún verpur í Korpúlfsstaðahólma og einnig við Úlfarsá
- Hávella er algengur vetrargestur
- Toppönd er strjáll varpfugl
- Tjaldur er algengur vetrargestur og strjáll varpfugl
- Sandlóa er strjáll varpfugl og allalgengur fargestur
- Heiðlóa er strjáll varpfugl og allalgengur fargestur
- Sendlingur er strjáll fargestur
- Lóuþræll er allalgengur fargestur
- Rauðbrystingur er allalgengur fargestur
- Sanderla er strjáll fargestur
- Hrossagaukur er strjáll varpfugl
- Jaðrakan er strjáll fargestur
- Spói er strjáll varpfugl
- Tildra er strjáll vetrargestur og allalgengur fargestur
- Stelkur er allalgengur vetrargestur og fargestur en strjáll varpfugl
- Hettumáfur er allalgengur árið um kring en strjáll varpfugl
- Stormmáfur er allalgengur á vorin og var áður varpfugl
- Sílamáfur er algengur gestur og var áður algengur varpfugl en er nú strjáll varpfugl
- Silfurmáfur er sjaldséður gestur en var áður varpfugl
- Hvítmáfur er fremur sjaldséður gestur
- Svartbakur er fremur sjaldséður en var áður varpfugl
- Rita er sjaldséður gestur
- Kría er allalgengur gestur og strjáll varpfugl
- Langvía er strjáll vetrargestur
- Álka er strjáll vetrargestur
- Haftyrðill er strjáll vetrargestur
- Þúfutittlingur er strjáll varpfugl
- Steindepill er strjáll gestur
- Hrafn sést allt árið og varp áður í sjávarhömrum við Gorvík
- Snjótittlingur er vetrargestur
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Kristbjörn Egilsson, Kristinn Haukur Skarphéðinsson 1956,Haukur Jóhannesson, Jóhann Óli Hilmarsson Náttúrufar með Sundum í Reykjavík : Elliðaárdalur, Úlfarsá, Blikastaðakró, Grafarvogur, Elliðavogur og Laugarnes, Náttúrufræðistofnun Íslands, 1999[óvirkur tengill]
- Blikastaðakró - Leiruvogur (Náttúrufræðistofun Íslands) Geymt 22 október 2020 í Wayback Machine
- Leiruvogur - Blikastaðakró[óvirkur tengill]
- Korpúlfsstaðir Blikastaðir
- Korpúlfsstaðir landamerki (sarpur.is)