Desi Bouterse

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Desi Bouterse
President Bouterse.JPG
Forseti Súrinam
Núverandi
Tók við embætti
19. ágúst 2010
Persónulegar upplýsingar
Fæddur13. október 1945 (1945-10-13) (74 ára)
Domburg, Súrinam
ÞjóðerniSúrinamskur
StjórnmálaflokkurSúrinamski þjóðlegi lýðræðisflokkurinn
MakiIngrid Figueira (skilin)
Ingrid Waldring (1990–)
BörnPeggy
Dino
Jen-ai

Desiré Delano Bouterse, (f. 13. október 1945 í Domburg, Súrinam) er núverandi forseti Súrinam. Frá 1980 til 1988 var hann einræðisherra eftir að hafa rænt völdum með aðstoð hersins. Bouterse er formaður og stofnandi hins súrinamíska þjóðlega lýðræðisflokks (hollensku: Nationale Democratische Partij (NDP), sem með 19 sæti er stærsti flokkurinn í flokkabandalagi sem nefnt er Megacombinatie (MC) og er Bouterse einnig formaður þess bandalags. Í Súrinam er forsetinn kosinn af þinginu og þann 19 júlí 2010 var Bouterse með 36 af alls 50 þingatkvæðum kosinn til forseta Súrinam. Þingið í Súrinam er í einni deild og telur 51. Þáverandi - fráfarandi - forseti, Ronald Venetiaan, sem ennfremur var þingmaður var ógildur til kosningarinnar. Þann 12 ágúst 2010 var Bouterse formlega settur í embætti í glæsilegri athöfn þingsins.[1][2]

Frá 1975, þegar Súrinam áskotnaðist sjálfstæði og fullveldi frá Hollandi, hefur Bouterse smámsaman orðið einn umdeildasti maður landsins. Bouterse er til að mynda talinn ábyrgur á hinum svokölluðu desembermorðum ársins 1982 þar sem fimmtán meðlimir stjórnarandstöðunnar voru myrtir. Ennfremur er hann umdeildur í Hollandi og sökum aðkomu sinnar að ólöglegum flutningi eiturlyfja dæmdur til 11 ára fangelsis þar í landi. Sökum dóms þessa hefur Europol gefið út alþjóðlega handtökuskipun gegn honum. Hins vegar nýtur hann sökum stöðu sinnar diplómatafriðhelgi og getur því ferðast um heiminn án hættu á því að vera handtekinn.[3][4] Kosning Bouterse til forseta olli miklum skaða á stjórnmálasamskiptum Súrinam og Hollands.

Skömmu eftir kjör Bouterse kom Maxime Verhagen, þáverandi utanríkisráðherra Hollands, þeim skilaboðum áleiðis á blaðamannfundi að Bouterse væri „einungis velkominn til Hollands til að afplána fangelsisdóm sinn“.[5]

Í desember 2011, náðaði Bouterse fósturson sinn Romano Meriba, sem árið 2005 var dæmdur til 15 ára fangelsis fyrir rán og morð, á kínverskum verslunarmanni, árið 2002. Meriba var ennfremur dæmdur fyrir að kasta handsprengju að húsi hollenska sendiherrans. Dómarinn Valstein-Montnor sagði að sönnunargögnin sýndu fram á fram yfir raunhæfan vafa að Meriba hefði reynt að fremja rán í húsi sendiherrans svipað og í tilfelli kínverska verslunarmannsins. Eftir að verðir hindruðu hann í ránstilrauninni hefði hann kastað handsprengju úr bifreið að heimili sendiherrans.

Náðun þessi var vitaskuld umdeild og sú fyrsta þar í landi þar sem var náðun á morði og ráni. Starfsfólk Bouterse sagði að sú staðreynd að Meriba væri fóstursonar forsetans hefði ekkert með náðunina að gera og að stórvægileg lagarök hefðu legið fyrir ákvörðuninni.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. "Inauguratie Bouterse verschoven naar 12 augustus", De Ware Tijd online, 23 juli 2010
  2. Omstreden Bouterse beëdigd als president - De Volkskrant, 12 augustus 2010
  3. 'Arrestatiebevel tegen staatshoofd mag niet' , De Telegraaf, 19 juli 2010
  4. President Bouterse kan zijn land niet uit, NRC Handelsblad, 1 juni 2010
  5. 'Verkiezing Bouterse niet zonder gevolgen', NU.nl, 19 juli 2010
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist