Wikipedia:Grein mánaðarins/02, 2018
Útlit
François-Dominique Toussaint Louverture (20. maí 1743 – 7. apríl 1803), einnig kallaður Toussaint L’Ouverture eða Toussaint Bréda, var þekktasti leiðtogi haítísku byltingarinnar. Hernaðar- og stjórnmálakænska hans tryggði sigur svartra uppreisnarmanna í nóvember árið 1791. Hann barðist með Spánverjum gegn Frökkum; með Frökkum gegn Spánverjum og Bretum og loks fyrir nýlenduna Saint-Domingue gegn franska keisaradæminu. Hann hjálpaði síðan til við að umbreyta uppreisninni í allsherjar byltingu sem hafði árið 1800 breytt Saint-Domingue, arðsælustu þrælanýlendu síns tíma, í fyrsta frjálsa nýlendusamfélagið sem hafnaði stéttskiptingu á grundvelli kynþáttar.