Wikipedia:Grein mánaðarins/12, 2018

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Burying Plague Victims of Tournai.jpg

Svartidauði var einn skæðasti heimsfaraldur sögunnar og náði hámarki í Evrópu um miðja 14. öld. Almennt er talið að sýkillinn hafi verið bakterían Yersinia pestis sem veldur Kýlapest. Margir telja að sjúkdómurinn hafi borist frá Asíu og breiðst út með rottum. Áætlað hefur verið að um 75 milljónir manna alls hafi látist úr farsóttinni, þar af í Evrópu 25–30 milljónir, eða þriðjungur til helmingur íbúa álfunnar á þeim tíma.

Pestin gekk um alla Evrópu á árunum 13481350 en barst þó ekki til Íslands þá, sennilega einfaldlega vegna þess að engin skip komu til Íslands þau tvö ár sem pestin geisaði á Norðurlöndum og í Englandi. Ýmist tókst ekki að manna skipin vegna fólksfæðar eða þá að skipverjar dóu á leiðinni og skipin komust aldrei alla leið. Töluverður vöruskortur var í landinu vegna siglingaleysis og er meðal annars sagt að leggja hafi þurft niður altarisgöngur um tíma af því að prestar höfðu ekki messuvín.

Pestin kom aftur upp rétt eftir aldamótin 1400 á Ítalíu og breiddist út til ýmissa landa en varð þó líklega hvergi viðlíka faraldur og á Íslandi, þar sem hún gekk 1402-1404. Sóttin gaus aftur upp í Evrópu hvað eftir annað fram á 18. öld en varð þó aldrei eins skæð og þegar hún gekk fyrst yfir.

Á síðari tímum hafa komið fram efasemdir um að plágubakterían hafi valdið svartadauða á Íslandi. Ástæðurnar eru meðal annars þær að svartidauði fór um Ísland eins og eldur í sinu þó að landið væri laust við rottur, að útbreiðsla sjúkdómsins var einum mánuði of snemma.

Fyrri mánuðir: Georges ClemenceauFlorence NightingaleBonnie og Clyde