Wikipedia:Grein mánaðarins/03, 2018

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Búddismi er trúarstefna og heimspekikenning sem er byggð á kenningum Siddhārtha Gátama (sanskrít), sem lifði fyrir 2500 árum síðan. Siddharta Gátama hlaut síðar tignarheitið Búdda, sem þýðir „hinn upplýsti“. Búddisminn náði mikilli útbreiðslu á Indlandi og þaðan til margra landa í Asíu. Á síðari áratugum hefur búddismi fengið talsvert fylgi meðal vesturlandabúa, meðal annars á Íslandi. Óvíst er hversu marga má telja sem búddista í heiminum. Oft er talað um að um 380 milljónir fylgi kenningum Búdda og gerir það búddisma að fjórðu stærstu trúarbrögðum heimsins. Búddistar á austurlöndum hafa ekki notað þetta nafn heldur kallað sig fylgjendur dhamma/dharma. Þeir tala oft um kjarna trúarinnar sem gimsteinana þrjá: Búdda, dhamma/dharma og sangha, það er læriföðurinn, kenningin og söfnuðurinn.