Wikipedia:Grein mánaðarins/08, 2018

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Schlacht-bei-koeniggraetz-von-georg-bleibtreu.jpg

Stríð Prússa og Austurríkismanna, einnig kallað sjö vikna stríðið, sameiningarstríðið, þýska bræðrastríðið eða þýska stríðið, var stríð milli Prússlands og austurríska keisaradæmisins og bandamanna þeirra innan þýska ríkjasambandsins sem háð var árið 1866. Prússar voru einnig í bandalagi við Ítalíu og því var stríðið háð samhliða þriðja sjálfstæðisstríðinu í sameiningu Ítalíu.

Stríðið endaði með afgerandi ósigri Austurríkismanna og bandamanna þeirra. Afleiðing stríðsins var sú að Austurríkismenn glötuðu áhrifastöðu sinni meðal þýsku þjóðanna og ljóst varð að Prússar yrðu forystuþjóðin í stofnun nýs ríkis fyrir þýsku þjóðina. Þýska ríkjasambandið, sem hafði lotið forystu Austurríkismanna, var leyst upp í kjölfar stríðsins og þess í stað stofnað norður-þýskt ríkjasamband undir stjórn Prússa, þar sem Austurríkismenn og bandamann þeirra fengu ekki aðild. Einnig neyddust Austurríkismenn til að láta af hendi héraðið Veneto til Ítala.

Fyrri mánuðir: Paul von Lettow-VorbeckDeng XiaopingNzinga Mbandi