Wikipedia:Grein mánaðarins/05, 2018
Útlit
Anna Nzinga (f. í kring um 1583 – 17. desember 1663), einnig þekkt sem Nzinga Mbandi eða Ana de Sousa Nzinga Mbande var drottning („muchino a muhatu“) Ndongo- og Matamba-konungsríkjanna sem Mbundu-þjóðirnar byggðu í Angóla á 17. öld. Hún komst til valda sem erindreki eftir að henni tókst með háttvísi sinni að kveða niður milliríkjadeilur og endurheimta frá Portúgölum yfirráð yfir virkinu Ambaca. Sem systir konungsins Ngola Mbande var Nzinga þá þegar í kjörstöðu til að hafa áhrif á stjórnmálaákvarðanir, sérstaklega þegar konungurinn fól henni að birtast í sínu umboði við friðarumræður við nágrannaríkin. Eftir dauða bróður síns gerðist Nzinga ríkisstjóri fyrir son hans og erfingja, Kaza, og síðan drottning.