Stofnun Þýskalands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort sem sýnir Þýska ríkið frá stofnun þess fram að lokum fyrri heimsstyrjaldar.

Stofnun Þýskalands var sameining nokkurra þýskumælandi ríkja í eitt ríki 18. janúar 1871 að undirlagi prússneskajárnkanslaransOtto von Bismarck. Þetta var því upphaf þess lands sem í dag nefnist Þýskaland, þótt landfræðilega hafi Þýska ríkið verið öllu stærra þar sem Prússland náði þá yfir alla suðurströnd Eystrasalts (Pommern, Vestur-Prússland og Austur-Prússland) og Silesíu. Sameiningin varð til upp úr Norðurþýska bandalaginu sem var arftaki Þýska bandalagsins undir forsæti Austurríkiskeisara. Við stofnunina varð Vilhjálmur 1. Prússakonungur Vilhjálmur 1. Þýskalandskeisari, fyrsti keisari Þýska keisaraveldisins af þremur.

  Þessi sögugrein sem tengist Þýskalandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.