Skæruhernaður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Skæruhernaður er hernaður þar sem áhersla er lögð á margar aðgreindar árásir sem óvinurinn veit aldrei hvar er að vænta. Skæruhernaður á uppruna sinn að rekja til þess tíma þegar Napóleon ætlaði að gera bróður sinn Josef Bonaparte að konungi yfir Spáni. Þá stunduðu Spánverjar það sem þeir kölluðu guerrilla (lítið stríð, eða skæra), en það voru fámennar skyndiárásir sem óvinurinn gat ómögulega séð fyrir. Og með því var farið að nefna þessa árásaherferð guerrilla á Spáni, og innan tíðar varð þetta spænska hugtak að alþjóðlegu heiti yfir það sem á íslensku hefur verið nefnt skæruhernaður.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.