Konungsríkið Matamba

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Konungsríkið Matamba var konungsríki sem getið er í heimildum frá 16. öld. Það stóð þar sem nú er konungsríkið Baixa de Cassange í Angóla fram á 19. öld. Um tíma var það eitt af ríkjum konungsins yfir Kongó en árið 1631 lagði Nzinga Mbandi ríkið undir sig og sameinaði þannig Ndongo og Matamba. Þaðan hélt hún áfram andspyrnu gegn vaxandi yfirráðum Portúgala. Árið 1744 reyndu Portúgalir að leggja landið undir sig en mistókst það. Drottning Ndongo-Matamba, Anna 2. af Matamba, undirritaði friðarsamkomulag sem fól í sér að ríkið varð lénsríki Portúgals. Síðasti konungur Ndongo-Matamba var krýndur árið 1810. Landið var ekki að fullu sameinað Portúgölsku Angóla fyrr en undir lok 19. aldar þegar Portúgalir settu þar upp kaffiplantekrur.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.