Wikipedia:Grein mánaðarins/07, 2018
Útlit
Paul Emil von Lettow-Vorbeck (20. mars 1870 – 9. mars 1964), kallaður „Afríkuljónið“, var hershöfðingi í her Þýskalands og foringi þýska heraflans á vígstöðvunum í þýsku Austur-Afríku í fyrri heimsstyrjöldinni. Í fjögur ár tókst honum að hafa hemil á mun stærri herafla um 300.000 breskra, belgískra og portúgalska hermanna með herliði sem var aldrei fjölmennara en um 14,000 menn (þar af 3.000 Þjóðverjar og 11.000 Afríkumenn). Lettow-Vorbeck var svo til ósigraður á vígvellinum og var eini þýski herforinginn sem tókst að ráðast inn á landsvæði breska heimsveldisins í fyrri heimsstyrjöldinni. Sagnfræðingurinn Edwin Palmer Hoyt hefur lýst afrekum hans á Afríkuvígstöðvunum sem „besta skæruhernaði allra tíma.“