WFP

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Í lok ársins 1961, samþykktu Food and Agriculture Oganization (FAO) og Allsherjarþing Sameinuðu Þjóðanna ályktanir um starfsemi sem yrði í höndum nýrrar stofnunar, WFP.

Þriggja ára prufu ferli átti að byrja í byrjun árs 1963. En vegna náttúruhamfara, jarðskjálfa í Íran og fellibylur í Tælandi hófst prufutíminn nokkrum mánuðum fyrr. Einnig varð endurkoma flóttamanna til Alsír vegna nýlegs sjálfstæðis yfirvöldum of mikið, því hjálpaði WFP að fæða fimm milljónir flóttamanna í Alsír. Mikil nauðsyn og brýn þörf var eftir mat og aðstöðu, því fór WPF strax í málin.

Hlutverk WFP er að enda alþjóðlegt hungur. WFP starfar daglega um allan heim og reyna að að tryggja að ekkert barn fari svangt að sofa og að þau allra fátækustu og viðkvæmustu, sem eru einkum konur og börn, geti nálgast næringarríkan mat sem eru þeim lífsnauðsynlegur. WFP styður staðbundið sem og svæðisbundið matvæla-öryggi. WFP er í samstarfi með öðrum stofnunum Sameinuðu þjóðanna, alþjóðastofnunum, félagasamtökum, borgaralegum samfélögum og samtökum innan einkageirans til að gera fólki, samfélögum og öðrum ríkjum kleift að mæta eigin þörfum og nauðsynjum hvað varðar næringu og mat. Ramma áætlun( WFP fyrir 2014-2017 veitir ramma fyrir starfsemi WFP og hlutverk í markmiði þess í að reyna að búa til heim sem er án hungursneyðar.

WFP heldur áfram að leggja áherslur á matvæla-aðstoð fyrir þau allra fátækustu og viðkvæmustu um allan heim. WFP berst gegn hungri með því að vera til staðar er neyðaraðstoð vantar eftir náttúruhamfarir, stríðátök og annað slíkt. WFP er á fremstu víglínu, með matar sendingar til að bjarga lífi fórnarlamba stríðs, borgaralegra átaka og náttúruhamfara. Matarskammturinn samanstendur yfirleitt af blöndu af korni, hveiti, maís, dúrra og hrísgrjónum; Belgjurtir, baunum, ertur, grænmetisolía og salti. Einnig er gefinn sykur, orkumikil kex og brauð. Þegar neyðarástandið er yfirstaðið aðstoðar WFP fólkinu á staðnum með því að gefa því mat og hjálpar þeim einnig að endurbyggja samfélagið þeirra sem var annars gjöreyðilagt.

WFP treystir algjörlega á frjáls framlög til að keyra mannúðar- og þróunarverkefni sín áfram. Framlög eru greidd annað hvort með reiðufé, matvælum eða öðrum undirstöðu atriðum sem eru starfinu jafn nauðsynleg, svo sem aðstoð við að rækta matvælin, bjóðast til að hýsa matinn og síðan elda matinn fyrir fólkið. Engin af þeim sem borðuðu mat sem WFP útvegaði á síðasta ári hefði geta gert slíkt hefði ekki verið fyrir örlæti og aðstoð sjálfboðaliða samtakana.

Stjórnvöld hvers ríkis eru helsta fjármögnum WFP, en æ fleiri fyrirtæki og einstaklingar eru byrjaðir að veita WFP framlög til að aðstoða við mismunandi verkefni. Á meðal ári, gefa fleiri en 60 mismunandi ríkisstjórnir fé til hjálparstarfsins og þróunarvinnu WFP.

WFP er í samstarfi við fjölda opinberra samstarfsaðila í neyðartilvikum og þróunarverkefnum. Þessir aðilar eru m.a. ríkisstofnanir, stofnanir Sameinuðu Þjóðanna og frjáls félagasamtök. Auk samstarfsaðila eru einkarekin fyrirtæki á borð við Boston Consulting Group, Yum! Brands, DSM n.v. og Cargill sem styrkja WFP samtökin.

WFP er einnig félagi í Compact 2025, samstarf sem þróar og dreifir gagnreyndri ráðgjöf til stjórnmálamanna og annarra ráðamanna sem miða að því að binda enda á hungur og vannæring í heiminum á næstu 10 árum. WFP er með fulltrúa í Leadership Council of Compact 2025, en það er forstjóri WFP, Ertharin Cousin, sem situr í þeirri nefnd. Einnig er vert að minnast á það að Hollywood leikkonan Drew Barrymore er sendiherra World Food Program og gaf WFP fjárframlag upp á 1 milljón bandaríkjadali árið 2008.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]