Efnahags- og félagsmálaráð Sameinuðu þjóðanna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Fundarsalur Efnahags- og félagsmálaráðsins í höfuðstöðvum Sþ í New York-borg

Efnahags- og félagsmálaráð Sameinuðu þjóðanna er ein af aðalstofnunum Sameinuðu þjóðanna. Stofnunin ber ábyrgð á að samræma vinnu aðildarstofnana við efnahags- og félagsmál. Aðilar að ráðinu eru 54 talsins: 14 Afríkuríki, 11 Asíuríki, 6 Austur-Evrópuríki, 10 ríki Rómönsku Ameríku og Karíbahafsins og 13 vestræn ríki. Aðildarríkin eru kosin á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Það heldur einn fjögurra vikna langan fund á ári auk eins fundar í apríl með fjármálaráðherrum sem leiða lykilnefndir Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Ráðið gegnir lykilhlutverki í ráðgjöf við stefnumótun Sameinuðu þjóðanna og aðildarríkja. Mörg félagasamtök hafa ráðgefandi hlutverk hjá ráðinu.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.