Alþjóðasiglingamálastofnunin
Jump to navigation
Jump to search
Alþjóðasiglingamálastofnunin (á ensku: IMO sem stendur fyrir International Maritime Organization), áður fyrr Inter-Governmental Maritime Consultative Organization (IMCO), er ein af undirstofnunum Sameinuðu þjóðanna. Höfuðstöðvarnar eru í London í Bretlandi.
Hlutverk stofnunarinnar er að efla samstarf milli þjóða þegar kemur að samgöngum á hafi úti og lágmarka mengun á hafi.