Minneapolis
Jump to navigation
Jump to search
Minneapolis er stærsta borgin í bandaríska fylkinu Minnesota og 46. stærsta borg Bandaríkjanna. Borgin er aðsetur héraðsstjórnar Hennepin County. Íbúafjöldi borgarinnar var áætlaður um 425.000 árið 2018.
Minneapolis liggur beggja megin Mississippifljóts og er aðliggjandi fylkishöfuðborginni Saint Paul. Saman mynda borgirnar tvær 16. stærsta stórborgarsvæði Bandaríkjanna með 4 milljónir íbúa og eru þær gjarnan nefndar Tvíburaborgirnar. Í borginni eru um 20 stöðuvötn og votlendi.