Páll postuli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Páll postuli við skriftir á málverki eftir Valentin de Boulogne eða Nicolas Tournier.

Páll postuli (hebreska: שאול התרסי‎ Šaʾul HaTarsi, sem merkir „Sál frá Tarsus“, forngríska: Σαουλ Saoul og Σαῦλος Saulos og Παῦλος Paulos) „postuli heiðingjanna“, var, ásamt Pétri postula og Jakobi réttláta, ötulastur fyrstu kristniboðanna. Páll snerist til kristni á veginum til Damaskus þegar hann varð fyrir opinberun og Jesús Kristur upprisinn talaði við hann. Páli eru eignuð fjórtán af bréfum nýja testamentisins sem gengu meðal manna í fyrstu kristnu söfnuðunum. Bréfin eru talin elstu rit nýja testamentisins. Áhrif hans á kristna trú voru gríðarleg, einkum í Rómaveldi þar sem hann var að lokum handtekinn og hálshöggvinn að talið er árið 64 eða 67.

Tenglar[breyta]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.