„Knattspyrnufélag Reykjavíkur“: Munur á milli breytinga

Jump to navigation Jump to search
m
fixing dead links
Ekkert breytingarágrip
m (fixing dead links)
Erlendur Ó. Pétursson bar nýja og ferska strauma inn í félagið. Hann lagði það fram á aðalfundi félagsins árið [[1915]] að nafni félagsins yrði breytt úr ''Fótboltafélag Reykjavíkur'' í ''Knattspyrnufélag Reykjavíkur''. Hann notaði það máli sínu til stuðnings að honum þótti orðið fótbolti vera bjöguð danska og fannst knattspyrna vera góð íslenska. Tveimur vikum eftir að tillagan var lögð fyrir var hún samþykkt með 17 atkvæðum gegn 10. Birtist stutt grein um þetta í Morgunblaðinu [[25. apríl]] árið 1915<ref>http://timarit.is/titlebrowse.jsp?issueID=406162&pageSelected=1&lang=0</ref>.
 
Búningur KR á sér einnig sögu. Lið [[Newcastle United]] þótti afar sterkt um aldamótin 1900. Mönnum þótti því eðlilegt að nota þann búning<ref>http://wayback.vefsafn.is/wayback/20080725130736/www.kr.is/knattspyrna/upload/files/knattspyrnudeild/kr-hk-ka.pdf</ref>. KR sendi Íþróttasambands Íslands bréf til staðfestingar á þeim búningi árið 1921. Þar stendur:
 
:„Bolur með jafnbreiðum langröndum, hvítum og svörtum að lit. Brækur svartar, stuttar. Sokkar hnéháir, svartir með tveimur hvítum röndum.“ <ref name="Fyrsta öldin"/>
1.069

breytingar

Leiðsagnarval