Bikarkeppni KKÍ (karlar)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bikarkeppni KKÍ
Stofnuð1965
RíkiFáni Íslands Ísland
Núverandi meistarar Stjarnan (5)
Sigursælasta lið KR (14)

Maltbikarinn er Bikarkeppni KKÍ í karlaflokki í íslenskum körfuknattleik sem haldið hefur verið árlega frá 1965. Keppnin er með útsláttarfyrirkomulagi og hefur úrslitaleikurinn frá upphafi farið fram í Laugardalshöllinni.

Sagan[breyta | breyta frumkóða]

Bikarkeppni KKÍ var fyrst haldin sumarið 1965. Mótið var ætlað liðum sem ekki tóku þátt í 1. deild Íslandsmótsins í körfuknattleik, einkum liðum af landsbyggðinni sem ekki treystu sér til að taka þátt í deildarkeppni að vetrarlagi og varaliðum 1. deildarfélaganna. Fyrir vikið er misjafnt hvort fyrstu mótin eru talin til hinnar eiginlegu bikarkeppni meistaraflokks eða hvort litið sé á þau sem mót í 1. flokki.

Árið 1970 var mótið endurvakið með þátttöku meistaraflokksliða allra félaga og er upphaf bikarkeppninnar oft miðað við það. Þetta fyrsta ár var mótið þó einnig haldið að sumarlagi, með þátttöku fjölda landsbyggðarliða og vakti takmarkaða athygli. Árin 1971-73 fór keppnin fram að haustlagi. Bikarkeppnin var enn leikin sem hálfgert hraðmót, sem fram fór á fáeinum dögum. Bikarkeppnin var færð fram vormisserið árið 1974 og mótið látið teygjast yfir lengra tímabil. Fór vegur keppninnar vaxandi upp frá því.

Sigurvegarar[breyta | breyta frumkóða]

Ár Sigurvegari Úrslit 2. sæti
1965 Ármann-B (1) 46:26 Þór Ak.
1966 KR (1)
1967 KR (2)
1970 KR (3) 61:54 Ármann
1971 KR (4) 87:85 ÍR
1972 KR (5) 85:80 ÍR
1973 KR (6) 71:68 ÍS
1974 KR (7) 86:81 Valur
1975 Ármann (2) 74:62 KR
1976 Ármann (3) 98:89 Njarðvík
1977 KR (8) 61:59 Njarðvík
1978 ÍS (1) 87:83 Valur
1979 KR (9) 85:74 ÍR
1980 Valur (1) 92:82 ÍS
1981 Valur (2) 90:84 Njarðvík
1982 Fram (1) 68:66 KR
1983 Valur (3) 78:75 ÍR
1984 KR (10) 94:79 Valur
1985 Haukar (1) 73:71 KR
1986 Haukar (2) 93:92 Njarðvík
1987 Njarðvík (1) 91:69 Valur
1988 Njarðvík (2) 104:103 KR
1989 Njarðvík (3) 78:77 ÍR
1990 Njarðvík (4) 90:84 Keflavík
1991 KR (11) 94:81 Keflavík
1992 Njarðvík (5) 91:77 Haukar
1993 Keflavík (1) 115:76 Snæfell
1994 Keflavík (2) 100:97 Njarðvík
1995 Grindavík (1) 105:93 Njarðvík
1996 Haukar (3) 85:58 ÍA
1997 Keflavík (3) 77:66 KR
1998 Grindavík (2) 95:71 KFÍ
1999 Njarðvík (6) 102:96 Keflavík
2000 Grindavík (3) 59:55 KR
2001 ÍR (2) 91:83 Hamar
2002 Njarðvík (7) 86:79 KR
2003 Keflavík (4) 97:61 Snæfell
2004 Keflavík (5) 93:74 Njarðvík
2005 Njarðvík (8) 90:64 Fjölnir
2006 Grindavík (4) 93:78 Keflavík
2007 ÍR (3) 83:81 Hamar/ Selfoss
2008 Snæfell (1) 109:86 Fjölnir
2009 Stjarnan (1) 78:76 KR
2010 Snæfell (2) 92:81 Grindavík
2011 KR (12) 94:72 Grindavík
2012 Keflavík (6) 97:95 Tindastóll
2013 Stjarnan (2) 91:79 Grindavík
2014 Grindavík (5) 89:77 ÍR
2015 Stjarnan (3) 85:83 KR
2016 KR (13) 95:79 Þór Þ.
2017 KR (14) 78:71 Þór Þ.
2018 Tindastóll (1) 90:67 KR
2019 Stjarnan (4) 84:68 Njarðvík
2020 Stjarnan (5) 89:75 Grindavík
2021 Njarðvík (9) 97:93 Stjarnan
2022 Stjarnan (6) 93:85 Þór Þ.
2023 Valur (4) 72:66 Stjarnan
2024 Keflavík (7) 92:79 Tindastóll

Bikarmeistaratitlar[breyta | breyta frumkóða]

Félag Titlar Ár
KR 14 1966, 1967, 1970, 1971, 1972, 1973, 1974, 1977, 1979, 1984, 1991, 2011, 2016, 2017
Njarðvík 9 1987, 1988, 1989, 1990, 1992, 1999, 2002, 2005, 2021
Stjarnan 6 2009, 2013, 2015, 2019, 2020, 2022
Keflavík 7 1993, 1994, 1997, 2003, 2004, 2012, 2024
Grindavík 5 1995, 1998, 2000, 2006, 2014
Valur 4 1980, 1981, 1983, 2023
Haukar 3 1985, 1986, 1996
Ármann 3 1965, 1975, 1976
Snæfell 2 2008, 2010
ÍR 2 2001, 2007
Fram 1 1982
ÍS 1 1978
Tindastóll 1 2018

Sjá lista yfir titla í íslenskum íþróttum

  Þessi körfuknattleiksgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.