Skíðadeild KR

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skíðadeild KR
Stofnun1934
HöfuðstöðvarKR-heimilið, Skálafell og Skautahöllin
LykilmennAnna Laufey Sigurðardóttir (formaður)
MóðurfélagKR
Vefsíðahttps://kr.is/skidi/
Virkar deildir Knattspyrnufélags Reykjavíkur
Football pictogram.svg
Knattspyrna
Basketball pictogram.svg
Körfubolti
Handball pictogram.svg
Handbolti
Badminton pictogram.svg
Badminton
Table tennis pictogram.svg
Borðtennis
Wrestling pictogram.svg
Glíma
Bowling pictogram.svg
Keila
Alpine skiing pictogram.svg
Skíði
Swimming pictogram.svg
Sund

Skíðadeild KR var stofnuð 1934. Við deildina starfa margir skíðaþjálfarar og boðið er upp á æfingar á skíðum, gönguskíðum, snjóbretti og skautum.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Deildin var stofnuð árið 1934, tveimur árum eftir stofnunina var byggður skíðaskáli í Skálafelli. Ekki var byggður annar skáli fyrir starfsemi félagsins fyrr en eftir seinna stríð, en sá var staðsettur í Hveradölum. Skálarnir brunnu hinsvegar báðir. Skálinn í Hveradölum fórst í bruna árið 1953 en skálinn í Skálafelli fórst einnig í bruna, tveimur árum síðar, eða árið 1955. Strax eftir brunann í skálafelli var tekin ákvörðun um að endurbyggja skálann og hafa hann glæsilegari en áður. Þann 1. mars árið 1959 var nýr skáli vígður.

Skíðadeildin á tvo skála í skálafelli í dag og einnig er þar rekinn skíðaskóli, en þar er hægt að æfa skíði, gönguskíði og snjóbretti auk þess sem hægt er að æfa skauta í Skautahöllinni í Laugardalnum

Formenn Skíðadeildar KR[breyta | breyta frumkóða]

 • 1934-1935 Björn Þórðarson
 • 1935-1942 Stefán Gíslason
 • 1942-1948 Georg Lúðvíksson
 • 1948-1949 Haraldur Björnsson
 • 1949-1950 Þórir Jónsson
 • 1950-1951 Hermann Guðjónsson
 • 1951-1961 Þórir Jónsson
 • 1961-1964 Karólína Guðmundsdóttir
 • 1964-1965 Hinrik Hermannsson
 • 1965-1968 Valur Jóhannsson
 • 1968-1976 Einar Þorkelsson
 • 1976-1978 Steingrímur Gröndal
 • 1978-1979 Viggó Benediktsson
 • 1979-1988 Valur Jóhannsson
 • 1988-1991 Ásgeir Eiríksson
 • 1991-1994 Guðjón Ólafsson
 • 1994-1995 Gunnar Örn Harðarson
 • 1995-1996 Guðjón Mathiesen
 • 1996-2000 Heimir Sigurðsson
 • 2000-2002 Guðrún Gunnarsdóttir
 • 2002-2004 Halldór Hreinsson
 • 2004-2006 Jóhannes Þórðarson
 • 2006-2007 Ingimar Sigurðsson
 • 2007- Anna Laufey Sigurðardóttir

Fram til ársin 2003 var starfsár deildarinnar miðað við 1. maí til 31. apríl en síðan þá hefur almanksárið gilt