Fara í innihald

Skíðadeild KR

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skíðadeild KR
Stofnun1934
HöfuðstöðvarKR-heimilið, Skálafell og Skautahöllin
LykilmennAnna Laufey Sigurðardóttir (formaður)
MóðurfélagKR
Vefsíðahttps://kr.is/skidi/
Virkar deildir Knattspyrnufélags Reykjavíkur

Knattspyrna

Körfubolti

Handbolti

Badminton

Borðtennis

Glíma

Keila

Skíði

Sund

Skíðadeild KR var stofnuð 1934. Við deildina starfa margir skíðaþjálfarar og boðið er upp á æfingar á skíðum, gönguskíðum, snjóbretti og skautum.

Deildin var stofnuð árið 1934, tveimur árum eftir stofnunina var byggður skíðaskáli í Skálafelli. Ekki var byggður annar skáli fyrir starfsemi félagsins fyrr en eftir seinna stríð, en sá var staðsettur í Hveradölum. Skálarnir brunnu hinsvegar báðir. Skálinn í Hveradölum fórst í bruna árið 1953 en skálinn í Skálafelli fórst einnig í bruna, tveimur árum síðar, eða árið 1955. Strax eftir brunann í skálafelli var tekin ákvörðun um að endurbyggja skálann og hafa hann glæsilegari en áður. Þann 1. mars árið 1959 var nýr skáli vígður.

Skíðadeildin á tvo skála í skálafelli í dag og einnig er þar rekinn skíðaskóli, en þar er hægt að æfa skíði, gönguskíði og snjóbretti auk þess sem hægt er að æfa skauta í Skautahöllinni í Laugardalnum

Formenn Skíðadeildar KR

[breyta | breyta frumkóða]
  • 1934-1935 Björn Þórðarson
  • 1935-1942 Stefán Gíslason
  • 1942-1948 Georg Lúðvíksson
  • 1948-1949 Haraldur Björnsson
  • 1949-1950 Þórir Jónsson
  • 1950-1951 Hermann Guðjónsson
  • 1951-1961 Þórir Jónsson
  • 1961-1964 Karólína Guðmundsdóttir
  • 1964-1965 Hinrik Hermannsson
  • 1965-1968 Valur Jóhannsson
  • 1968-1976 Einar Þorkelsson
  • 1976-1978 Steingrímur Gröndal
  • 1978-1979 Viggó Benediktsson
  • 1979-1988 Valur Jóhannsson
  • 1988-1991 Ásgeir Eiríksson
  • 1991-1994 Guðjón Ólafsson
  • 1994-1995 Gunnar Örn Harðarson
  • 1995-1996 Guðjón Mathiesen
  • 1996-2000 Heimir Sigurðsson
  • 2000-2002 Guðrún Gunnarsdóttir
  • 2002-2004 Halldór Hreinsson
  • 2004-2006 Jóhannes Þórðarson
  • 2006-2007 Ingimar Sigurðsson
  • 2007- Anna Laufey Sigurðardóttir

Fram til ársin 2003 var starfsár deildarinnar miðað við 1. maí til 31. apríl en síðan þá hefur almanksárið gilt