Handknattleiksárið 1976-77

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Handknattleiksárið 1976-77 var keppnistímabilið í íslenskum handknattleik sem hófst haustið 1976 og lauk vorið 1977. Valsmenn urðu Íslandsmeistarar í karlaflokki og Framstúlkur í kvennaflokki. Karlalandsliðið tók þátt í b-keppni í Austurríki.

Karlaflokkur[breyta | breyta frumkóða]

1. deild[breyta | breyta frumkóða]

Valsmenn urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki karla. Þjálfari Vals var Hilmar Björnsson. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð.

Félag Stig
Valur.png Valur 24
Knattspyrnufélagið Víkingur.png Víkingur 22
Fimleikafelag hafnafjordur.png FH 18
Knattspyrnufélagið Haukar.png Haukar 17
ÍR.png ÍR 12
Knattspyrnufélagið Fram.png Fram 10
Þróttur R..png Þróttur 8
Grótta.png Grótta 1

Grótta féll niður um deild. Þróttur fór í umspil við næstefsta lið 2. deildar.

Markakóngur var Hörður Sigmarsson, Haukum, með 111 mörk. Björgvin Björgvinsson, Víkingi, var valinn leikmaður ársins af íþróttafréttamönnum.

2. deild[breyta | breyta frumkóða]

Ármenningar sigruðu í 2. deild og færðust upp í þá fyrstu. KR hafnaði í öðru sæti og komst í umspil. Á hinum endanum féll Keflavík niður um deild en Leiknir fór í umspil. Keppt var í 8 liða deild með tvöfaldri umferð.

Félag Stig
Ármann.png Ármann 25
KR Reykjavík.png KR 22
Knattspyrnufélag Akureyrar.png KA 20
Þór.png Þór Ak. 14
Fylkir.png Fylkir 13
Stjarnan.png Stjarnan 12
Leiknir.svg Leiknir R. 6
Keflavik ÍF.gif Keflavík 0

KR og Þróttur léku tvo umspilsleiki um sæti í 1. deild og sigraði KR í þeim báðum, 15:14.

3. deild[breyta | breyta frumkóða]

HK sigraði í 3. deild og tók sæti Keflvíkinga í 2. deild. Axel Axelsson var þjálfari HK. Keppt var í tveimur riðlum með tvöfaldri umferð. HK sigraði í suðurriðli en Dalvíkingar í Norðurriðli.

Suðurriðill:

Félag Stig
HK-K.png HK 19
UMFA.png Afturelding 18
Þór logo.jpg Þór Ve. 12
ÍA-Akranes.png ÍA 12
Breidablik.png Breiðablik 9
Tyr-logo.JPG Týr Ve. 8
Njarðvík.jpg Njarðvík 6

Norðurriðill:

Fjögur lið kepptu í norðurriðli. Dalvík fór með sigur af hólmi.

Úrslitaleikur: HK – Dalvík 24:21

Dalvík og Leiknir mættust í umspilsleik um sæti í 2. deild og sigruðu Leiknismenn 26:21.

Bikarkeppni HSÍ[breyta | breyta frumkóða]

FH-ingar sigruðu í bikarkeppninni þriðja árið í röð eftir úrslitaleik gegn Þrótti.

1. umferð

16-liða úrslit

8-liða úrslit

 • FH - KA 26:25
 • ÍR – Þróttur 23:26
 • Fram - KR 23:20
 • Haukar - Valur 25:27

Undanúrslit

Úrslit

Evrópukeppni[breyta | breyta frumkóða]

Evrópukeppni meistaraliða[breyta | breyta frumkóða]

FH-ingar kepptu í Evrópukeppni meistaraliða og komust í 16-liða úrslit.

32-liða úrslit

 • FH - Vestmanna ÍF (Færeyjum) 28:13 og 25:20

16-liða úrslit

Evrópukeppni bikarhafa[breyta | breyta frumkóða]

Valsmenn kepptu í Evrópukeppni bikarhafa og komust í 16-liða úrslit.

32-liða úrslit

 • Valur - HC Red Boys Differdange (Lúxemborg) 25:11 og 29:12

16-liða úrslit

 • Valur - WKS Slask Wroclaw (Póllandi) 20:22 og 18-22

Kvennaflokkur[breyta | breyta frumkóða]

1. deild[breyta | breyta frumkóða]

Framarar urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki kvenna. Þjálfari Fram var Guðjón Jónsson. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð. Fram og Valur mættust í hreinum úrslitaleik í lokaumferðinni, en honum lauk með stórsigri Fram, 13:5.

Félag Stig
Knattspyrnufélagið Fram.png Fram 26
Valur.png Valur 25
Þór.png Þór Ak. 14
Fimleikafelag hafnafjordur.png FH 17
Ármann.png Ármann 9
KR Reykjavík.png KR 8
Knattspyrnufélagið Víkingur.png Víkingur 6
Breidablik.png Breiðablik 3

Breiðablik féll niður um deild. Víkingur fór í umspil við næstefsta lið 2. deildar.

Kolbrún Jóhannsdóttir, Fram, var valin handknatleiksstúlka ársins.

2. deild[breyta | breyta frumkóða]

Haukar sigruðu í 2. deild. Grindvík hafnaði í öðru sæti og fór í umspil um sæti í 1. deild. Átta lið tóku þátt, fimm í A-riðli og þrjú í B-riðli. Leikin var tvöföld umferð.

A-riðill:

 • Haukar sigruðu í a-riðli, unnu alla átta leiki sína. Önnur lið í riðlinum voru KA, ÍR, Þróttur og ÍBK.

B-riðill:

Félag Stig
UMFG, Grindavík.png Grindavík 8
Fylkir.png Fylkir 3
Dalvík 1

Úrslitaleikur:

 • Haukar - Grindavík 20:9

Umspilsleikur um sæti í 1. deild:

 • Víkingur - Grindvík 19:9

Bikarkeppni HSÍ[breyta | breyta frumkóða]

KR-stúlkur sigruðu í bikarkeppninni í fyrsta og eina sinn eftir tvo úrslitaleiki gegn Ármanni.

1. umferð

8-liða úrslit

Undanúrslit

Úrslit

 • KR - Ármann 9:9

Annar úrslitaleikur

Evrópukeppni[breyta | breyta frumkóða]

Evrópukeppni meistaraliða[breyta | breyta frumkóða]

Framstúlkur kepptu í Evrópukeppni meistaraliða. Þær sátu hjá í fyrstu umferð en féllu úr keppni í 16-liða úrslitum.

16-liða úrslit

 • Fram - Radnici Belgrað, Júgóslavíu 10:22
 • Radnici Belgrað - Fram 26:6

Landslið[breyta | breyta frumkóða]

Stærsta verkefni karlalandsliðsins á keppnistímabilinu var B-keppni í Austurríki. Íslenska liðið komst upp úr forriðli, hafnaði í öðru sæti í milliriðli og lék að lokum um bronsverðlaunin. Sex efstu liðin tryggðu sér sæti á HM í Danmörku sem haldin var 1978.

Forriðill

Milliriðill

Leikur um 3. sæti