Munur á milli breytinga „Amsterdam“

Jump to navigation Jump to search
537 bætum bætt við ,  fyrir 8 árum
ekkert breytingarágrip
m (r2.7.3) (Vélmenni: Bæti við: kab:Amesterdam)
* '''Waag''' (Vogarhús) er gamalt virki og er meðal síðustu leifar af gamla borgarmúrnum sem eitt sinn var borginni til varnaðar. Það var reist [[1488]] sem borgarhlið og kallaðist þá Sint Anthonienspoort (''Hlið heilags Antoníusar''). Þegar borgarmúrinn var rifinn seint á [[16. öldin|16. öld]] myndaðist stór markaður í kringum þetta hlið, með alls konar vogum. Því breyttist heiti virkisins í Waag, sem merkir vog. Í dag er ICT-rannsókarstofnunin með aðstöðu í húsinu og á jarðhæð er veitingahús.
*'''Munttoren''' (eða bara Munt) er gamall turn í borginni og var hluti af Regulierspoort, gömlu borgarhliði sem nú er horfið. Turnarnir voru upphaflega tveir og voru reistir [[1480]]-[[1487|87]] ásamt hliðinu sem þeir voru hluti af. Hliðið og annar turninn brann í eldsvoða [[1618]]. Núverandi turn skemmdist líka eitthvað í eldinum, en var endurbyggður í endurreisnarstíl [[1619]]-[[1620|20]] ásamt klukkum. Heitið er til komið [[1672]], er bæði [[England]] og [[Frakkland]] lýstu stríði á hendur Hollendingum og Frakkar hertóku landsvæði í suðri. Þá var ekki hægt að flytja mynt frá sláttunum í [[Utrecht]] og [[Enkhuizen]], heldur varð að slá mynt tímabundið í þessum turni. Munttoren merkir myntturn.
*'''Begínuhverfið''' liggur í miðborg Amsterdam. Það var trúlega reist á [[14. öldin|14. öld]], en heimildir um það eru týndar. Mörg húsanna eru orðin mjög gömul, en eitt þeirra frá [[1528]] er elsta viðarhús Hollands sem enn stendur. [[Begínur|Begínunum]] fækkaði mikið með tímanum. Sú síðasta sem bjó í hverfinu lést [[1971]]. Í dag eru húsin almennar íbúðir.
 
<gallery>
Mynd:Amsterdam Waag februari 2003.jpg|Vogarhúsið
Mynd:Munt.jpg|Munttoren
Mynd:Ekerk1.jpg|Begínuhverfið. Til vinstri er Enska kirkjan. Húsið fyrir miðju með svarta gaflinum er elsta viðarhús Hollands.
</gallery>
 
1.391

breyting

Leiðsagnarval