Fara í innihald

Minsk

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Minsk
Sigurtorgið í Minsk
Sigurtorgið í Minsk
Fáni Minsk
Skjaldarmerki Minsk
Minsk er staðsett í Hvíta-Rússlandi
Minsk
Minsk
Hnit: 53°54′N 27°34′A / 53.900°N 27.567°A / 53.900; 27.567
Land Hvíta-Rússland
Flatarmál
 • Samtals409,53 km2
Hæð yfir sjávarmáli
280,6 m
Mannfjöldi
 (2024)
 • Samtals1.992.862
 • Þéttleiki4.900/km2
TímabeltiUTC+3 (MSK)
Póstnúmer
220001-220141
Svæðisnúmer+375 17
ISO 3166 kóðiBY-HM
Vefsíðaminsk.gov.by

Minsk (hvítrússneska: Менск /mʲensk/, Мінск /mʲinsk/; rússneska: Минск /mʲinsk/) er höfuðborg Hvíta-Rússlands. Íbúafjöldi er áætlaður um 1.992.862 (2024). Minsk hýsir meðal annars höfuðstöðvar Samveldis sjálfstæðra ríkja sem er samstarfsvettvangur fyrrum Sovétlýðvelda.

Minsk var stofnuð af Austur-Slövum á 9. öld og var síðan hluti af Polatsk-furstadæminu undir lok 10. aldar. Árið 1129 var furstadæmið innlimað af Garðaríki en 1146 varð það aftur sjálfstætt. 1242 varð borgin hluti af Stórfurstadæminu Litháen og síðan Pólsk-litháíska samveldinu. Borgin var lögð í rúst í nokkrum meiriháttar styrjöldum á 17. og 18. öld (Pólsk-rússneska stríðið, Norðurlandaófriðurinn mikli) og var að lokum innlimuð af Rússum 1793. Borgin óx hratt á 19. öld og járnbrautin milli Moskvu og Varsjár var lögð um hana 1846. Fyrir Síðari heimsstyrjöldina var íbúafjöldinn kominn í um 300 þúsund. Þjóðverjar náðu borginni á sitt vald skömmu eftir innrásina í Sovétríkin sumarið 1941 og hernámsliðið notaði borgina sem höfuðstöðvar. 1944 náðu Sovétmenn síðan borginni aftur eftir mikla bardaga þar sem meirihluti hennar var lagður í rúst og íbúafjöldinn um 50 þúsund. Eftir stríðið var borgin endurreist með byggingum í sovéskum stíl. 1972 náði íbúafjöldinn einni milljón. 1990 varð borgin höfuðborg hins nýstofnaða Hvíta-Rússlands.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.