Ljubljana

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Ljubljana
Blason ville si Ljubljana (Slovénie).svg
Ljubljana er staðsett í Slóvenía
Land Slóvenía
Íbúafjöldi 290.000
Flatarmál 275 km²
Póstnúmer
Svipmyndir frá Ljubljana.

Ljubljana er höfuðborg Slóveníu og stærsta borg landsins. Borgin er staðsett í miðju landinu. Í norðri eru Alpafjöllin, Adríahafið í vestri og Pannoniusléttan í austri. Borgin breiðir úr sér yfir um 273 km² svæði, er 298 m yfir sjávarmáli og þar búa um 290 þúsund manns (2018).

Ljubljana er skipt í nokkur hverfi, sem voru áður fyrr sveitarfélög, þau helstu eru Šiška, Bežigrad, Vič, Moste, and Center, þessi hverfi þjóna einnig sem kjördæmi.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Landsvæðið þar sem Ljubljana liggur, sem áður tilheyrði Júgóslavíu, hefur verið byggt frá því á forsögulegum tíma. Miðað er við að borgin hafi verið stofnuð árið 15, þá sem Colonia Iulia Aemona (Emona), nýlenda Rómaveldis. Árið 425 réðust Húnar undir forystu Atla Húnakonungs á borgina og lögðu í rúst.

Elstu rituðu heimildir þar sem minnst er á Ljubljana eru frá árinu 1144 á þýsku (þ. Laibach) og latnesku (l. Luwigana). Árið 1200 fékk Ljubljana kaupstaðarréttindi og varð hluti af Habsborgarveldinu árið 1335 þar til það leið undir lok í kjölfar fyrri heimsstyrjaldarinnar árið 1918. Á því tímabili var Ljubljana höfuðborg Carniola-hertogadæmisins. Þar var biskupsstóll stofnaður 1461. Árið 1511 reið yfir öflugur jarðskjálfti og þá eyðilagðist Ljubljanakastali.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist