Niðurlönd

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Niðurlönd er heiti sem notað var áður á þau ríki sem liggja á láglendinu umhverfis árósa ánna Rínar, Scheld og Meuse þar sem þær renna út í Norðursjó. Svæðið samsvarar að hluta til Hollandi, Belgíu og Lúxemborg, en algengara er að nota hugtakið Benelúxlöndin um þau saman.

Sögulega hefur hugtakið Niðurlönd verið notað um ýmis ríki á þessu svæði, sbr. Spænsku Niðurlönd (1581-1713) og Konungsríkið Niðurlönd (1815-1830). Í ensku er hugtakið notað sem heiti á Hollandi, þar sem hið eiginlega Holland er í raun aðeins ein sýsla í Hollandi. Í hollensku er hins vegar notuð eintalan Nederland fyrir Holland en Nederlanden yfir hin sögulegu Niðurlönd.