Paul Gauguin
Útlit

Eugène Henri Paul Gauguin (7. júní 1848 í París – 8. maí 1903 í Atuona) var franskur listmálari, keramiklistamaður, prentari og rithöfundur. Verk hans hafa verið tengd við póstimpressjónisma og symbólisma. Hann er meðal annars þekktur fyrir málverk af pólýnesískum konum í Frönsku Pólýnesíu þar sem hann bjó með hléum á síðari hluta ævinnar. Hann vakti hneykslan fyrir að giftast þremur tahítískum táningsstúlkum sem hann átti síðar börn með.[1] Hann hafði áhrif á þróun bæði fauvismans og kúbismans.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Bedworth, Candy (18. desember 2023). „Controversial or Criminal? Problematic Artists and Cancel Culture“. DailyArt Magazine (bandarísk enska). Sótt 21 janúar 2024.
