San Marínó (borg)
Útlit
San Marínó
Città di San Marino (ítalska) | |
---|---|
Hnit: 43°56′4.56″N 12°26′50.28″A / 43.9346000°N 12.4473000°A | |
Land | San Marínó |
Stofnun | 3. september 301 |
Flatarmál | |
• Samtals | 7,09 km2 |
Hæð yfir sjávarmáli | 749 m |
Mannfjöldi (Janúar 2022) | |
• Samtals | 4.061 |
• Þéttleiki | 582,23/km2 |
Tímabelti | UTC+1 (CET) |
• Sumartími | UTC+2 (CEST) |
Póstnúmer | RSM-47890 |
San Marínó er höfuðborg örríkisins San Marínó en er þó í raun aðeins þorp með um 4.100 íbúa (janúar 2022), í vesturhlíðum fjallsins Monte Titano. Það er ekki fjölmennasti þéttbýlisstaður ríkisins, þorpin Dogana og Borgo Maggiore eru stærri.
Heilagur Marínus og aðrir kristnir flóttamenn settust þarna að árið 301 og stofnuðu þorpið og jafnframt lýðveldið San Marínó, sem upphaflega náði aðeins yfir þorpið og næsta nágrenni en íbúarnir stækkuðu smám saman ríkið með kaupum og samningum uns það náði yfir allar hlíðar og topp Monte Titano. Bærinn er mjög vinsæll ferðamannastaður og þangað koma um þrjár milljónir ferðamanna árlega.