Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Forsetakosningar í Bandaríkjunum munu fara fram þann 5. nóvember árið 2024. Kosið verður um forseta og varaforseta til fjagra ára. Donald Trump og Joe Biden eru taldir líklegastir til að hneppa útnefningu Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins.[1]

Forsaga[breyta | breyta frumkóða]

Joe Biden var kjörinn forseti í Forsetakosningunum 2020 eftir sigur á Donald Trump þáverandi forseta Bandaríkjanna. Miklir eftirmálar urðu af kosningunum og má þar nefna ítrekaðar tilraunir Donald Trump til að snúa við úrslitum kosninganna, árásina á Bandaríkjaþing 6.janúar 2021 og þá hefur Donald Trump ítrekað slegið því fram eftir að Joe Biden tók við embætti að hann hefði unnið kosningarnar en að Demókratar hefðu rænt sigrinum. Trump lýsti yfir framboði á ný þann 14.nóvember 2022 sex dögum eftir miðkjörtímabilskosningarnar þar sem Repúblikanar endurheimtu meirihlutann í Fulltrúadeildinni. Miklar sviptingar hafa orðið í Fulltrúadeildinni frá Miðkjörtímabilskosningunum en það tók alls 15 atkvæðagreiðslur til að kjósa Kevin McCarthy í embætti forseta Fulltrúadeildar Bandaríkjaþings þar sem hópur þingmanna hliðhollum Donald Trump stóðu í vegi fyrir kjöri hans. Kevin McCarthy tók við embætti forseta Fulltrúadeildarinnar 7.janúar 2023 fjórum dögum eftir að þing kom saman en var bolað úr embætti 3.október sama ár og við tók þriggja vikna ferli í að velja nýjan þingforseta, Steve Scalise var tilnefndur fyrstur en hann dróg sig til baka degi síðar þegar honum var ljóst að hann myndi ekki ná meirihluta þingmanna á bak við sig, síðan var Jim Jordan tilnefndur í embættið en þingmenn Repúblikanaflokksins afturkölluðu útnefningu hans eftir að hafa mistekist þrívegis að kjósa hann í embættið, í kjölfarið á því var Tom Emmer tilnefndur en hann dróg sig nær samstundis til baka þegar honum var ljóst að hann myndi ekki ná meirihluta þingsins. Það fór svo að Mike Johnson var kjörinn forseti Fulltrúadeildarinnar án vandkvæða þann 25.október.

Frambjóðendur[breyta | breyta frumkóða]

Meðal demókrata hafa Marianne Williamson[2], Robert F. Kennedy yngri[3], Joe Biden, Cenk Uygur[4] og Jason Palmer sóst eftir tilnefningu. Kennedy lýsti síðar yfir að hann óskaði ekki lengur eftir tilnefningu Demókrataflokksins, heldur ætlaði að vera óflokksbundinn frambjóðandi.[5] Cenk Uygur dró framboð sitt til baka.[6]

Meðal Repúblikana hafa Ron DeSantis[7], Vivek Ramaswamy, Nikki Haley[8] og Donald Trump[9] sóst eftir tilefningu. Ron DeSantis og Vivek Ramaswamy drógu framboð sitt til baka eftir ósigur í Iowa.[10]

Joe Biden og Donald Trump hafa báðir tryggt sér útnefningu stóru flokkanna tveggja og þetta verður í fyrsta sinn frá árinu 1956 sem sömu frambjóðendur mætast öðru sinni og í fyrsta skipti síðan 1912 sem sitjandi forseti mætir fyrrum forseta. Trump og Biden eru báðir kjörgengir til endurkjörs í þessum kosningum en sá þeirra sem vinnur kosningarnar verður ekki kjörgengur í forsetakosningunum 2028 þar sem tímamörk forsetaembættisins er tvö kjörtímabil.

Báðir hafa þeir skotið hart hvorn á annan bæði á kosningafundum og á samfélagsmiðlum. Þetta verður í fyrsta skipti frá árinu 1956 sem sömu frambjóðendur mætast tvisvar í röð en síðast gerðist það þegar Dwight D Eisenhower vann Adlai Stevenson tvívegis árin 1952 og aftur 1956. Vinni Trump kosningarnar yrði það í annað sinn í sögunni sem fyrrum forseti Bandaríkjanna nær kjöri á ný en sá eini sem hefur náð því er Grover Cleveland sem sigraði forsetakosningarnar 1892 eftir að hafa tapað endurkjöri í kosningunum 1888. [11]


Sjá einnig[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. Maureen Chowdhury (12. mars 2024). „Live updates: Biden and Trump secure their parties' presidential nominations“. CNN (enska).
 2. Weissert, Will (27. febrúar 2023). „Williamson becomes Democratic primary's 1st Biden challenger“. The Associated Press (enska). Afrit af uppruna á 26. október 2023. Sótt 24. október 2023.
 3. McDuffie, McDuffie; Murray, Isabella (20. apríl 2023). „Robert F. Kennedy Jr. launches long shot presidential bid as a Democrat“. ABC News (enska). Afrit af uppruna á 23. október 2023. Sótt 24. október 2023.
 4. „Cenk Uygur running for president as Democrat | Semafor“. www.semafor.com (enska). 11. október 2023. Sótt 14. október 2023.
 5. Davis O'Brien, Rebecca (9. október 2023). „Robert F. Kennedy Jr. to Run for President as Independent, Leaving Democratic Primary“. The New York Times (bandarísk enska). Afrit af uppruna á 9. október 2023. Sótt 9. október 2023.
 6. „Cenk Uygur drops long-shot presidential bid“. Yahoo News. 6. mars 2024.
 7. Peoples, Steve; Gomez Licon, Adriana; Izaguirre, Anthony (24. maí 2023). „DeSantis launches GOP presidential campaign in Twitter announcement plagued by glitches“ (enska). Associated Press. Afrit af uppruna á 24. maí 2023. Sótt 10. nóvember 2023.
 8. Burlij, Terence; Sullivan, Kate (14. febrúar 2023). „Nikki Haley announces 2024 White House bid“. CNN (enska). Sótt 14. febrúar 2023.
 9. Orr, Gabby (15. nóvember 2022). „Former Republican President Donald Trump says he's launching another White House bid“. CNN (enska). Sótt 15. nóvember 2022.
 10. Hernández, Alec; Dixon, Matt; Burns, Dasha; Allen, Jonathan (21. janúar 2024). „Ron DeSantis suspends his presidential bid and endorses Trump“. NBC News. Afrit af uppruna á 21. janúar 2024. Sótt 21. janúar 2024.
 11. DeSilver, Drew. „A Biden-Trump faceoff in 2024 wouldn't be the first presidential rematch“. Pew Research Center.