Fara í innihald

Listi yfir forseta Bandaríkjanna

Þessi grein er gæðagrein að mati notenda Wikipediu.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Forsetar Bandaríkjanna)
Hvíta húsið er heimili og skrifstofa forseta Bandaríkjanna hverju sinni.

Eftirfarandi er listi yfir alla forseta Bandaríkjanna frá upphafi til nútímans. Á listanum eru einungis þeir sem hafa verið svarnir í embætti eftir að stjórnarskrá Bandaríkjanna var samþykkt árið 1789. Á listanum er enginn sem hefur einungis gegnt embættisverkum forseta Bandaríkjanna í fjarveru kjörins forseta samkvæmt 25. viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna. George H. W. Bush, Dick Cheney og Kamala Harris hafa öll sinnt embættisskyldum tímabundið í fjarveru forseta en það hefur engin áhrif á talninguna. George H. W. Bush var síðar kjörinn forseti.

Tölurnar gefa til kynna hvar í röð kjörinna forseta viðkomandi er. Til dæmis gegndi George Washington embættinu tvö kjörtímabil í röð og er talinn fyrsti forseti Bandaríkjanna, en ekki fyrsti og annar. Gerald Ford tók við embætti eftir að Richard Nixon sagði af sér og gegndi embættinu út annað kjörtímabil Nixons. Sú staðreynd að Ford var ekki kosinn í embættið hefur ekki áhrif á talninguna, sem gerir hann að 38. forseta Bandaríkjanna. Grover Cleveland gegndi embættinu tvisvar en ekki tvö kjörtímabil í röð og er því talinn bæði 22. og 24. forseti Bandaríkjanna. Af þessum sökum eru 46 forsetar á listanum en eru í raun einungis 45 einstaklingar allt í allt. Litirnir gefa til kynna stjórnmálaflokk viðkomandi forseta.

Listi yfir forseta Bandaríkjanna

[breyta | breyta frumkóða]
# Forseti Embættistaka Starfslok Flokkur Varaforseti Tímabil
1 George Washington 30. apríl 1789 4. mars 1797 Enginn flokkur John Adams 1
2
2 John Adams 4. mars 1797 4. mars 1801 Sambandssinnaflokkurinn Thomas Jefferson 3
3 Thomas Jefferson 4. mars 1801 4. mars 1809 Demókratískir repúblikanar Aaron Burr 4
George Clinton 5
4 James Madison 4. mars 1809 4. mars 1817 Demókratískir repúblikanar George Clinton[1] 6
Enginn
Elbridge Gerry[1] 7
Enginn
5 James Monroe 4. mars 1817 4. mars 1825 Demókratískir repúblikanar Daniel Tompkins 8
9
6 John Quincy Adams 4. mars 1825 4. mars 1829 Demókratískir repúblikanar John C. Calhoun 10
7 Andrew Jackson 4. mars 1829 4. mars 1837 Demókrataflokkurinn John C. Calhoun 11
Enginn
Martin Van Buren 12
8 Martin Van Buren 4. mars 1837 4. mars 1841 Demókrataflokkurinn Richard Mentor Johnson 13
9 William H. Harrison 4. mars 1841 4. apríl 1841[1] Viggar John Tyler 14
10 John Tyler 4. apríl 1841 4. mars 1845 Viggar Enginn
11 James K. Polk 4. mars 1845 4. mars 1849 Demókrataflokkurinn George M. Dallas 15
12 Zachary Taylor 4. mars 1849 9. júlí 1850[1] Viggar Millard Fillmore 16
13 Millard Fillmore 9. júlí 1850 4. mars 1853 Viggar Enginn
14 Franklin Pierce 4. mars 1853 4. mars 1857 Demókrataflokkurinn William R. King[1] 17
Enginn
15 James Buchanan 4. mars 1857 4. mars 1861 Demókrataflokkurinn John C. Breckinridge 18
16 Abraham Lincoln 4. mars 1861 15. apríl 1865[2] Repúblikanaflokkurinn Hannibal Hamlin 19
Andrew Johnson 20
17 Andrew Johnson 15. apríl 1865 4. mars 1869 Demókrataflokkurinn Enginn
18 Ulysses S. Grant 4. mars 1869 4. mars 1877 Repúblikanaflokkurinn Schuyler Colfax 21
Henry Wilson[1] 22
Enginn
19 Rutherford B. Hayes 4. mars 1877 4. mars 1881 Repúblikanaflokkurinn William A. Wheeler 23
20 James Garfield 4. mars 1881 19. september 1881[2] Repúblikanaflokkurinn Chester A. Arthur 24
21 Chester A. Arthur 19. september 1881 4. mars 1885 Repúblikanaflokkurinn Enginn
22 Grover Cleveland 4. mars 1885 4. mars 1889 Demókrataflokkurinn Thomas A. Hendricks[1] 25
Enginn
23 Benjamin Harrison 4. mars 1889 4. mars 1893 Repúblikanaflokkurinn Levi P. Morton 26
24 Grover Cleveland 4. mars 1893 4. mars 1897 Demókrataflokkurinn Adlai Stevenson 27
25 William McKinley 4. mars 1897 14. september 1901[2] Repúblikanaflokkurinn Garret Hobart 28
Enginn
Theodore Roosevelt 29
26 Theodore Roosevelt 14. september 1901 4. mars 1909 Repúblikanaflokkurinn Enginn
Charles W. Fairbanks 30
27 William Howard Taft 4. mars 1909 4. mars 1913 Repúblikanaflokkurinn James S. Sherman[1] 31
Enginn
28 Woodrow Wilson 4. mars 1913 4. mars 1921 Demókrataflokkurinn Thomas R. Marshall 32
33
29 Warren G. Harding 4. mars 1921 2. ágúst 1923[1] Repúblikanaflokkurinn Calvin Coolidge 34
30 Calvin Coolidge 2. ágúst 1923 4. mars 1929 Repúblikanaflokkurinn Enginn
Charles G. Dawes 35
31 Herbert Hoover 4. mars 1929 4. mars 1933 Repúblikanaflokkurinn Charles Curtis 36
32 Franklin D. Roosevelt 4. mars 1933 12. apríl 1945[3] Demókrataflokkurinn John Nance Garner 37
38
Henry A. Wallace 39
Harry S. Truman 40
33 Harry S. Truman 12. apríl 1945 20. janúar 1953 Demókrataflokkurinn Enginn
Alben W. Barkley 41
34 Dwight Eisenhower 20. janúar 1953 20. janúar 1961 Repúblikanaflokkurinn Richard Nixon 42
43
35 John F. Kennedy 20. janúar 1961 22. nóvember 1963[2] Demókrataflokkurinn Lyndon B. Johnson 44
36 Lyndon B. Johnson 22. nóvember 1963 20. janúar 1969 Demókrataflokkurinn Enginn
Hubert Humphrey 45
37 Richard Nixon 20. janúar 1969 9. ágúst 1974[3] Repúblikanaflokkurinn Spiro Agnew[3] 46
47
Enginn
Gerald Ford
38 Gerald Ford 9. ágúst 1974 20. janúar 1977 Repúblikanaflokkurinn Enginn
Nelson Rockefeller
39 Jimmy Carter 20. janúar 1977 20. janúar 1981 Demókrataflokkurinn Walter Mondale 48
40 Ronald Reagan 20. janúar 1981 20. janúar 1989 Repúblikanaflokkurinn George H. W. Bush 49
50
41 George H. W. Bush 20. janúar 1989 20. janúar 1993 Repúblikanaflokkurinn Dan Quayle 51
42 Bill Clinton 20. janúar 1993 20. janúar 2001 Demókrataflokkurinn Al Gore 52
53
43 George W. Bush 20. janúar 2001 20. janúar 2009 Repúblikanaflokkurinn Dick Cheney 54
55
44 Barack Obama 20. janúar 2009 20. janúar 2017 Demókrataflokkurinn Joe Biden 56
57
45 Donald Trump 20. janúar 2017 20. janúar 2021 Repúblikanaflokkurinn Mike Pence 58
46 Joe Biden 20. janúar 2021 Enn í embætti

(Kjörtímabili lýkur 20. janúar 2025)

Demókrataflokkurinn Kamala Harris 59

Sjá einnig

[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 1,6 1,7 1,8 Lést af náttúrulegum orsökum í embætti.
  2. 2,0 2,1 2,2 2,3 Ráðinn af dögum.
  3. 3,0 3,1 3,2 Sagði af sér.