Fara í innihald

Martin Van Buren

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Martin Van Buren

Martin Van Buren (5. desember 178224. júlí 1862) var áttundi forseti Bandaríkjanna og þjónaði því embætti frá 1837 til 1841. Hann var fyrsti forsetinn sem ekki átti rætur sínar að rekja til Bretlandseyja ásamt því að vera eini Bandaríkjaforsetinn sem hefur ekki ensku að móðurmáli, en hann ólst upp við hollensku.

Hann var kjörinn fylkisstjóri í New York árið 1828 en sagði af sér aðeins tveimur mánuðum síðar til að taka við stöðu utanríkisráðherra í ríkisstjórn Andrew Jackson. Hann varð síðan varaforseti á öðru kjörtímabili Jacksons og tók við af John C. Calhoun.


Fyrirrennari:
Andrew Jackson
Forseti Bandaríkjanna
(18371841)
Eftirmaður:
William Henry Harrison


  Þetta æviágrip sem tengist sögu og stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  Þessi Bandaríkja-tengda grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.