Fara í innihald

Jill Biden

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jill Biden
Jill Biden árið 2021.
Forsetafrú Bandaríkjanna
Núverandi
Tók við embætti
20. janúar 2021
ForsetiJoe Biden
ForveriMelania Trump
Persónulegar upplýsingar
Fædd3. júní 1951 (1951-06-03) (73 ára)
Hammonton, New Jersey, Bandaríkjunum
StjórnmálaflokkurDemókrataflokkurinn
MakiBill Stevenson ​(g. 1970; sk. 1975)​
Joe Biden ​(g. 1977)
BústaðurHvíta húsið, Washington, D.C.
HáskóliHáskólinn í Delaware
West Chester-háskóli
Villanova-háskóli
Undirskrift

Jill Tracy Jacobs Biden (fædd Jacobs, áður Stevenson; fædd 3. júní 1951[1]) er bandarískur kennari og núverandi forsetafrú Bandaríkjanna, fædd í Hammonton í New Jersey í Bandaríkjunum. Hún var varaforsetafrú Bandaríkjanna frá 2009 til 2017. Hún er gift Joe Biden[2], 46. forseta Bandaríkjanna og 47. varaforseta Bandaríkjanna.

Hún er með bakkalárgráðu[3] og doktorsgráðu frá háskólanum í Delaware[4]. Þá lauk hún prófi í kennsluréttindum frá West Chester háskóla[5] og lauk meistaraprófi í ensku frá Villanova háskóla[6]. Hún kenndi ensku og ritlist við Tækniskólann í Delaware á árunum 1993 - 2008[7]. Hún starfaði auk þess við kennslu inni á geðheilbrigðisstofnunum fyrir ungt fólk með geðrænan vanda[8].

Árið 2009 tók hún við stöðu prófessors í ensku við framhaldsskólann í Virginíu[9] og er talin vera fyrsta varaforsetafrúin sem gegnir launuðu starfi á meðan maki hennar situr í embætti[10]. Hún hefur beitt sér fyrir góðgerðarmálefnum af ýmsu tagi; er stofnandi Biden Breast Health - samtakanna sem starfa í þágu baráttunnar gegn brjóstakrabbameini[11]. Hún er meðstofnandi Book Buddies - verkefnisins í þágu læsis meðal fátækra barna í Bandaríkjunum[12]; meðstofnandi Biden-samtakanna, virk í starfi Delaware Boots on the Ground - samtakanna sem styðja við fjölskyldur bandarískra hermanna[13] og er einnig meðstofnandi Joining forces, samtaka sem einnig starfa í þeim tilgangi, ásamt fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna Michelle Obama.[14]

Jill Biden hefur lýst yfir að hún hyggist halda áfram kennarastörfum á forsetatíð eiginmanns síns. Hún verður þar með fyrsta forsetafrú Bandaríkjanna sem starfar utan Hvíta hússins.[15]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. „https://twitter.com/drbiden/status/341641863222161408“. Twitter (enska). Sótt 28. október 2020.
 2. Seelye, Katharine Q. (24. ágúst 2008). „Jill Biden Heads Toward Life in the Spotlight (Published 2008)“. The New York Times (bandarísk enska). ISSN 0362-4331. Sótt 28. október 2020.
 3. „The Review - Behind the Stone Balloon“. web.archive.org. 13. febrúar 2010. Afritað af uppruna á 13. febrúar 2010. Sótt 28. október 2020.
 4. Hale, Charlotte (March 19, 2007). "Determined to stay in school". The News Journal. Archived from the original(fee required) on September 1, 2008. Retrieved August 29,2008.
 5. „17 Jul 1977, Page 3 - The Morning News at Newspapers.com“. Newspapers.com (enska). Sótt 28. október 2020.
 6. „Wayback Machine“ (PDF). web.archive.org. 10. september 2008. Afritað af uppruna á 10. september 2008. Sótt 28. október 2020.
 7. „STUDENT PERSONNEL SERVICES SERVICES“. College Student Personnel Abstracts. 10 (3): 404–413. 26. febrúar 2010. doi:10.1111/j.2150-1092.1975.tb00157.x. ISSN 0010-1168.
 8. Seelye, Katharine Q. (24. ágúst 2008). „Jill Biden Heads Toward Life in the Spotlight (Published 2008)“. The New York Times (bandarísk enska). ISSN 0362-4331. Sótt 28. október 2020.
 9. „Communications from the President of the Security Council or the Secretary-General during the period from 1 August 2013 to 31 July 2014“, Report of the Security Council, UN, bls. 278–288, 31. desember 2014, doi:10.18356/1c22a8a7-en, ISBN 978-92-1-057311-5
 10. „Communications from the President of the Security Council or the Secretary-General during the period from 1 August 2013 to 31 July 2014“, Report of the Security Council, UN, bls. 278–288, 31. desember 2014, doi:10.18356/1c22a8a7-en, ISBN 978-92-1-057311-5
 11. 2012 Dallas, Texas, July 29 - August 1, 2012. St. Joseph, MI: American Society of Agricultural and Biological Engineers. 2012. doi:10.13031/dall2012.2013.
 12. White House, Memorandum, Memorandum of Conversation, January 22, 1974, Top Secret/NODIS/XGDS, GRFL. doi:10.1163/9789004249028.umeob05009.
 13. Kateb, Babak (1. október 2008). „5th Annual World Congress of IBMISPS on Brain Mapping & Image Guided Therapy held at The University of California, Los Angeles on 26-29 August 2008“. Fort Belvoir, VA. doi:10.21236/ada497597.
 14. ABC News/Washington Post Monthly Poll, April 2010. 21. september 2011. doi:10.3886/icpsr30204.
 15. Erla Dóra Magnúsdóttir (8. nóvember 2020). „Verðandi forsetafrú Bandaríkjanna Dr. Jill Biden – Ætlar ekki að hætta að kenna“. DV. Sótt 26. janúar 2021.