Fara í innihald

Þjóðarmorð Tyrkja á Armenum

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Armenar reknir burt. Tyrkneskir hermenn gæta þess að enginn flýji

Þjóðarmorð Tyrkja á Armenum eru voðaverk Tyrkja á árunum 1915 til 1917. Árið 1915 hófust aðgerðir tyrkneskra stjórnvalda sem leiddu til dauða hundraða þúsunda Armena. Þessar aðgerðir voru fjöldamorð og nauðungarflutningar á Armenum í austurhluta Tyrklands til svæðis þar sem Sýrland er nú og Írak.

Þann 24. apríl 1915 voru mörg hundruð armennskir menntamenn teknir af lífi í austurhluta Anatólíu í Tyrklandi og er sá dagur af mörgum talinn upphaf voðaverkanna. Þegar heimstyrjöldin fyrri hófst bjuggu um tvær milljónir Armena í Tyrklandi og bjuggu þeir flestir í austurhluta Tyrklands nærri landamærum Tyrklands og Armeníu en í stríðslok bjuggu þar aðeins um fjögur hundruð þúsund.

Þýskt kort frá 1914 af þjóðum í Litlu-Asíu og Kákasus. Flestir Armenar voru í austurhluta Ottómanaveldisins.

Armenar í austur-Anatolíu voru yfirstétt sem réði yfir verslun og viðskiptum og langflestir menntamenn voru Armenar. Þeir fengu að halda trú sinni en þeir voru kristnir en þurftu að greiða hærri skatta. Þegar Ungtyrkir komust til valda þá höfðu þeir það að markmiði að endurreisa Ottómanaveldið og þjóðernishyggja breyttist í kynþáttahyggju og herför og útrýmingu á Armenum í austur Tyrklandi. Ungtyrkir urðu bandamenn Þjóðverja í Fyrri Heimstyrjöldinni og réðust ínn í Rússland en biðu ósigur. Ungtyrkir töldu Armena bandamenn Rússa sem stefndu að því að kljúfa austurhluta Anatólíu frá Tyrklandi og sameina hann Armeníu. Ungtyrkir gerðu áætlun um að hrekja Armena á brott. Fólki var smalað saman og það rekið gangandi í nauðungarflutningum yfir eyðimörkina í átt til Sýrlands.

Sum ríki afneita þjóðarmorði Tyrkja á Armenum og í tyrkneskum lögum er bannað að nefna orðið þjóðarmorð í þessu samhengi.

  • „Þjóðarmorð á Armenum“. Vísindavefurinn.
  • Tillaga til þingsályktunar um viðurkenningu á þjóðarmorði á Armenum.
  • Fyrsta þjóðarmorðið (Rúv)
  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.