Þjóðarmorð Tyrkja á Armenum
Þjóðarmorð Tyrkja á Armenum eru voðaverk Tyrkja á árunum 1915 til 1917. Árið 1915 hófust aðgerðir tyrkneskra stjórnvalda sem leiddu til dauða hundraða þúsunda Armena. Þessar aðgerðir voru fjöldamorð og nauðungarflutningar á Armenum í austurhluta Tyrklands til svæðis þar sem Sýrland er nú og Írak.
Þann 24. apríl 1915 voru mörg hundruð armennskir menntamenn teknir af lífi í austurhluta Anatólíu í Tyrklandi og er sá dagur af mörgum talinn upphaf voðaverkanna. Þegar heimstyrjöldin fyrri hófst bjuggu um tvær milljónir Armena í Tyrklandi og bjuggu þeir flestir í austurhluta Tyrklands nærri landamærum Tyrklands og Armeníu en í stríðslok bjuggu þar aðeins um fjögur hundruð þúsund.
Armenar í austur-Anatolíu voru yfirstétt sem réði yfir verslun og viðskiptum og langflestir menntamenn voru Armenar. Þeir fengu að halda trú sinni en þeir voru kristnir en þurftu að greiða hærri skatta. Þegar Ungtyrkir komust til valda þá höfðu þeir það að markmiði að endurreisa Ottómanaveldið og þjóðernishyggja breyttist í kynþáttahyggju og herför og útrýmingu á Armenum í austur Tyrklandi. Ungtyrkir urðu bandamenn Þjóðverja í Fyrri Heimstyrjöldinni og réðust ínn í Rússland en biðu ósigur. Ungtyrkir töldu Armena bandamenn Rússa sem stefndu að því að kljúfa austurhluta Anatólíu frá Tyrklandi og sameina hann Armeníu. Ungtyrkir gerðu áætlun um að hrekja Armena á brott. Fólki var smalað saman og það rekið gangandi í nauðungarflutningum yfir eyðimörkina í átt til Sýrlands.
Sum ríki afneita þjóðarmorði Tyrkja á Armenum og í tyrkneskum lögum er bannað að nefna orðið þjóðarmorð í þessu samhengi.
Myndir
[breyta | breyta frumkóða]-
Eftirlifendur sem fundust í Salt og voru sendir til Jerúsalem í apríl 1918.
-
Munaðarlaus armenísk börn í Merxifon 1918.
-
Flutningar á Armenum 1915.
-
Myrtir Armenar stjaksettir.
-
Armenískt flóttafólk í Van í kringum ofn 1915.
-
Tjöld í Aleppo.
-
Armenísk börn flóttafólks í Aleppo í Sýrlandi.
-
Armenísk kona sætir pyntingum við hlið barns
-
Hermenn leika sér að höfuðkúpum armenskra fórnarlamda þjóðarmorðsins.
-
Armenum var skipað af yfirvöldum að safnast saman á aðaltorgunum. Síðan voru allir myrtir.
-
Armenísk kona við hlið líka af fimm börnum sínum.
-
Armenaklaustur í Bitlis með afhöggnum höfðum og líkömum í forgrunni.
-
Armenar reknir burtu.
-
Flóttamannabúðir fyrir Armena í Sýrlandi.
-
Lík armenskra barna.
-
Port Said, Egyptaland.
-
Armenskir flóttamenn í Hauran borða hest.
-
5,000 börn frá Kharpert á ösnum eða fótgangandi.
-
Lík Armena í Diyarbakir.
-
Armenar sem voru myrtir í fjöldamorðum í Aleppo, líkin voru lögð fyrir framan Armenian Relief Hospital.
-
Armenar hengdir af tyrkneskum vörðum.
-
Brottrekstur Armena í Mamuret Al-Aziz héraðinu.
-
Armenar reknir burtu.
-
Near East Relief með armensku flóttafólk í Bitlis.
-
Armensk flóttabörn nálægt Aþenu 1923.
-
Armenskir flóttamenn í American Relief eye spítalanum.
-
Armensk flóttakona og barn hennar.
-
Armenskt flóttafólk hjá Near East relief.
-
Matargjafir.
-
Kona með barn.
-
Flutningur til Grikklands.
-
Börn sem Near East Relief skaut skjólshúsi yfir.
-
Flutningur til Grikklands.
-
Armensk fólk sem rekið var á brott í Malatya en það var síðar tekið af lífi.
-
Rússneskir hermenn og armenskir sjálfboðaliðar hjá líkum fórnarlamba.