John Adams

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
John Adams
Official Presidential portrait of John Adams (by John Trumbull, circa 1792).jpg
Forseti Bandaríkjanna
Í embætti
4. mars 1797 – 4. mars 1801
Varaforseti Bandaríkjanna
Í embætti
21. apríl 1789 – 4. mars 1797
Persónulegar upplýsingar
Fæddur30. október 1735
Braintree, Massachusettsflóa, bresku Ameríku
Látinn4. júlí 1826 (90 ára) Quincy, Massachusetts, Bandaríkjunum
StjórnmálaflokkurSambandssinnaflokkurinn
MakiAbigail Smith (g. 1764; d. 1818)
Börn6; þ. á m. John Quincy Adams
HáskóliHarvard-háskóli
StarfStjórnmálamaður
Undirskrift

John Adams (30. október 17354. júlí 1826) var bandarískur stjórnmálamaður. Adams var 1. varaforseti (1789 - 1797) og 2. forseti Bandaríkjanna (1797–1801). Hann var hallur undir frelsi og borgaraleg gildi og var stuðningsmaður sambandssinna. Adams var einn af forvígismönnum fyrir sjálfstæðisbaráttu Bandaríkjanna og oft talinn einn áhrifamesti aðilinn hóp svokallaðra „landsfeðra“ Bandaríkjanna sem undirrituðu og sömdu sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna (1776).

Fjölskylda[breyta | breyta frumkóða]

John Adams var fæddur inn í látlausa fjölskyldu en hann fann snemma fyrir sterkum vilja til að viðhalda arfleifð forfeðra sinna sem voru meðal fyrstu hreintrúarsinna sem námu land í Bandaríkjunum fyrir miðja 17. öldina.

Störf[breyta | breyta frumkóða]

Adams komst fyrst til metorða í stjórnmálum þegar hann mótmælti svokölluðum stimpillögum (1765) sem sett voru af breska þinginu án samráðs við bandaríska löggjafann.

Adams var fulltrúi Massachusetts á fyrsta og öðru meginlandsþinginu árið 1774 og frá 1775 til 1776. Áhrif Adams á þingið voru mikil og sótti hann fram með kröfu um varanlegan aðskilnað frá Bretlandi allt frá upphafi þingferils síns.

Adams sóttist eftir endurkosningu sem forseti í forsetakosningunum 1800 en tapaði naumlega fyrir Thomas Jefferson frambjóðanda repúblikana. Eftir það settist Adams í helgan stein þó áhrifa hans hafi gætt áfram gegnum ítarlega pistla sem hann iðulega skrifaði í dagblaðið Boston Patriot.

Adams lést á heimili sínu í Quincy þann 4. júlí 1826, 50 árum eftir að Sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna tók gildi.


Fyrirrennari:
George Washington
Forseti Bandaríkjanna
(17971801)
Eftirmaður:
Thomas Jefferson
Fyrirrennari:
Enginn
Varaforseti Bandaríkjanna
(1789 – 1797)
Eftirmaður:
Thomas Jefferson


  Þetta æviágrip sem tengist sögu og stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  Þessi Bandaríkja-tengda grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.