George Herbert Mead

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
George Herbert Mead

George Herbert Mead (1863–1931) var bandarískur heimspekingur, félagsfræðingur og sálfræðingur sem starfaði einkum við Háskólann í Chicago og er talinn einn af forkólfum pragmatisma eða gagnhyggju/verkhyggju. Hann var samstarfsmaður John Dewey. Hann setti fram kenningar um sjálfsmynd og félagsleg samskipti og lagði grunn að fræðasviðinu félagssálfræði.