Skýjakljúfur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Skýjakljúfur er mjög há bygging, sem virðist teygja sig upp til himins, og þar til kemur nafnið, þ.e. bygging sem virðist kljúfa skýin. Opinber skilgreining á hugtakinu skýjakljúfur er ekki til, og oftast er það smekksatriði hvað menn nefna skýjakljúf eða einungis háhýsi. Skýjaklúfar eru reistir úr stáli, járnbentri steinsteypu og graníti og umslegnar gleri. Fram á 19. öld voru sex hæða byggingar mjög sjaldgæfar þar eð lyftan var ekki enn fundin upp og vatnsþrýstingur var ónógur til að leiða vatn upp yfir 50 metra.