Fara í innihald

Nanking-sáttmálinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Málverk af undirritun og innsiglun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum eða „sáttmálahöfnum“.
Málverk af undirritun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum eða „sáttmálahöfnum“.

Nanking-sáttmálinn (Nanjing) (kínverska:南京條約; rómönskun: Nánjīng tiáoyuē) var friðarsáttmáli undirritaður 29. ágúst 1842, sem batt enda á fyrsta ópíumstríðið (1839–1842) milli Breska heimsveldisins og Tjingveldisins í Kína.

Bakgrunnur[breyta | breyta frumkóða]

Lin Zexu landstjóri fyrirskipar eyðingu ópíums í Humen, Guangdong-héraði, 3. júní 1839. Eftir það kröfðust Bretar fyrst skaðabóta og lýstu síðan yfir því sem varð þekkt sem „fyrsta ópíumstríðið“.
Lin Zexu landstjóri fyrirskipar eyðingu ópíums í Humen, Guangdong-héraði, 3. júní 1839. Eftir það kröfðust Bretar fyrst skaðabóta og lýstu síðan yfir því sem varð þekkt sem „fyrsta ópíumstríðið“.
Málverk af breska herskipinu H.M.S. Cornwallis og hersveita utan borgarmúra Nanking borgar, fagna gerð friðarsáttmálans.
Málverk af breska herskipinu H.M.S. Cornwallis og hersveita utan borgarmúra Nanking borgar, að fagna gerð friðarsáttmálans 1842.

Kínversk stjórnvöld urðu móttækilegri fyrir utanríkisviðskiptum eftir að hafa náð yfirráðum yfir Taívan árið 1683. Erlendir kaupmenn frá ýmsum þjóðum hófu viðskipti við landið. Áberandi þar voru evrópskir kaupmenn. Viðskipti gengu framan af vel fyrir sig, en árið 1820 varð erfileika vart í samskiptum erlendra kaupmanna og Kínverja. Útlendingar fundu að viðskiptahömlum og kínversk yfirvöld voru treg til að opna eðlileg diplómatísk samskipti. Innflutningur ólöglegs ópíum varð æ meira bitbein.

Lin Zexu landstjóri Kínverja mótmælti umfangsmiklum ópíumviðskiptunum og ritaði breskum stjórnvöldum sem og Viktoríu drottningu og reyndi að höfða til samvisku þeirra. Voru þau bréf birt í breskum fjölmiðlum. Það hafði engin áhrif.

Árið 1839 lögðu Kínverjar hald á og eyðilögðu mikið magn af ólöglegu ópíum sem Bretar fluttu inn. Aðstaða erlendra kaupmanna og fyrirtækja var eyðilögð. Í hefndarskyni réðust Bretar á varðstaði Kínverja við Perlufljót í Guangdong-héraði í suðurhluta landsins.

Fyrsta ópíumstríðið (1839–42) endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína. Kínversku stjórnina var neydd til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum með undirritun Nanking-sáttmálans svokallaða árið 1842.

Í kjölfar hernaðarósigurs Kína, þar sem bresk herskip voru tilbúin að ráðast á Nanjing, sömdu breskir og kínverskir embættismenn um borð í herskipinu HMS Cornwallis sem lá við akkeri fyrir utan borgina.

Undirritun og skilmálar[breyta | breyta frumkóða]

Kínversk og ensk gerð Nanking friðarsáttmálans.
Kínversk og ensk gerð Nanking friðarsáttmálans 1842.

Þann 29. ágúst undirrituðu breski fulltrúinn Sir Henry Pottinger og fulltrúarnir Qing Qiying, Yilibu og Niu Jian sáttmálann sem samanstóð af þrettán greinum.

Sáttmálinn var fullgiltur af Daoguang keisara Tjingveldisins 27. október sama ár og Viktoríu drottningu 28. desember. Bretar og Kínverjar skiptust var á fullgildingum í Hong Kong 26. júní 1843.

Samkvæmt sáttmálanum var þess krafðist að Kínverjar greiddu háar skaðabætur, framseldu eyjuna Hong Kong til Breta sem nýlendu, til að binda enda á kantónukerfið sem hafði takmarkað viðskipti við þá höfn og leyfa viðskipti í fimm „sáttmálahöfnum“.

Fimm sáttmálahafnir[breyta | breyta frumkóða]

Megintilgangur sáttmálans var að breyta umgjörð utanríkisviðskipta sem kínverks kantónakerfið hafði byggt á allt frá árinu 1760. Samkvæmt sáttmálanum var verslunareinokun í Kanton (Guangzhou) afnumin. Auk Kanton aðstöðunnar, var komið á fjórum „sáttmálahöfnum“ til viðbótar er væru opnar fyrir utanríkisviðskipti.

Sáttmálahafnirnar fimm voru: Kanton (á Shameen-eyju frá 1859- 1943); Amoy (Xiamen til 1930), Foochowfoo (Fuzhou); Ningpo (Ningbo) og Sjanghæ (til 1943).

Í sáttmálahöfnunum áttu erlendir kaupmenn að fá að versla við hvern sem þeir vildu. Bretar öðluðust einnig rétt til að senda þangað ræðismenn, sem fengu rétt til að hafa beint samband við kínverska embættismenn á staðnum. Í sáttmálanum var kveðið á um að viðskipti í samningshöfnunum skyldu háð föstum tollum, sem skyldu Bretar og Kínverjar skyldu semja um.

Á árunum 1843 til 1844, opnuðu Xiamen, Sjanghæ, Ningbo, Fuzhou og Guangzhou fyrir viðskipti samkvæmt sáttmálanum. Framþróun Xiamen, Fuzhou og Ningbo var þó háð landfræðilegum takmörkunum. Aftur á móti var Sjanghæ, staðsett við ósa Jangtse-fljótsins, betur sett en hina borgirnar fjórar. Sjanghæ var nær uppruna helstu útflutningsvara, silki og te. Hún var einnig nálægt velmegandi héraða Jiangsu og Zhejiang. Breskir og aðrir erlendir kaupsýslumenn sem höfðu upphaflega lagt áherslu á viðskipti í Guangzhou tóku að flykktust til Sjanghæ, sem eftir 1853 leysti Guangzhou af hólmi sem stærsta viðskiptahöfnin.

„Ójafnréttissamningarnir“[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1843 fylgdi svokallaður Bogue-sáttmáli, milli Breska heimsveldisins og Tjingveldisins, er kvað á um viðbótarland og bestu kjör. Sá samningur var kínverskum þjóðernissinnum mikill þyrnir í augum. Hann var fyrstur þeirra samninga sem Kínverjar kölluðu „ójafnréttissamningana“, en þeir voru undirritaðir á 19. og snemma á 20. öld, milli Kína og ýmissa evrópskra stórvelda, svo sem breska heimsveldisins, Frakklands, þýska keisaradæmið, og rússneska keisaradæmið, auk Japans keisaradæmið og Bandaríkjanna.

Þessir samningar, sem oft voru gerðir eftir hernaðarósigra, innihéldu einhliða skilmála sem kröfðu Kína um afsal á landi, greiðslu skaðabóta, opnun sáttmálahafna eða forréttindi fyrir erlenda ríkisborga.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]