Fáni Gana

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Núverandi fáni Gana
Fáni Gana frá 1964-1966

Fáni Gana tók gildi árið 1957 þegar landið fékk sjálfstæði frá Bretlandi. Hefur hann haldist síðan óbreyttur með undantekningu fyrir árin 1964 til 1966, þegar útgáfa með hvítum lit í miðjunni var notuð. Teikning fánans er eignuð Theodosia Okoh.

Fáninn er gerður upp af hinum pan-afrísku litum rauðum, gulum og grænum, með fimmoddóttri stjörnu í miðjunni. Gana var annað landið í Afríku til að nota þessa pan-afrísku liti á eftir Eþíópíu. Eru þeir ennfremur á skjaldarmerki landsins sem tók gildi á sama tíma.

Hlutföll eru 2:3. Rauði liturinn táknar það blóð sem spillt var í sjálfstæðisbaráttu landsins, gulur táknar auðæfi landins í góðmálmum og græni liturinn vísar til landsins, stóru skóga og náttúruauðæfa. Er svörtu stjörnunni ætlað að vera leiðarstjarna fyrir frelsi í Afríku og hefur ennfremur leitt til þess að fótboltalandslið Gana er oft kallað svörtu stjörnurnar.