1920
Útlit
(Endurbeint frá Apríl 1920)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1920 (MCMXX í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- 1. janúar - Veðurstofa Íslands tók til starfa.
- Í janúar - Vinna hófst við Elliðaárvirkjun.
- Í febrúar - Þilskipið Valtýr fórst fyrir sunnan land með 26 manna áhöfn.
- 10. febrúar - Alþingi kom saman til aukaþinghalds. Stjórnarskrárfrumvarpið frá árinu áður samþykkt óbreytt.
- 16. febrúar - Hæstiréttur Íslands kom saman í fyrsta sinn.
- 25. febrúar - Annað ráðuneyti Jóns Magnússonar tók við völdum,
- 3. apríl - Millilandaskipið Ísland sett í sóttkví við komuna til Reykjavíkur vegna inflúensu um borð.
- 11. apríl - Félag járniðnaðarmanna var stofnað.
- 18. maí - Konungur staðfestir hina breyttu stjórnarskrá.
- 25. maí - Guðjón Samúelsson skipaður húsameistari ríkisins.
- 5. júní - Brjóstsykursgerðin Nói hóf starfsemi í kjallara við Túngötu í Reykjavík.
- 27. júní - Fyrsta slys af völdum flugvélar á Íslandi varð er barn varð fyrir flugvél í Vatnsmýrinni í Reykjavík og beið bana.
- 6. nóvember - Hríseyjarviti tekinn í notkun.
- Desember - Stúdentaráð Háskóla Íslands var stofnað.
- Blaðið Þjóðólfur hætti útgáfu.
- Stjórnmálaflokkurinn Utanflokkabandalagið var stofnaður.
- Tennisfélag Reykjavíkur var stofnað.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 13. febrúar - Örlygur Sigurðsson, listmálari og rithöfundur (d. 2002).
- 5. mars - Drífa Viðar, myndlistakona, rithöfundur og kennari (d. 1971).
- 16. apríl - Sigurður Guðmundsson, vígslubiskup (d. 2010).
- 7. september - Sigfús Halldórsson, tónskáld (d. 1996).
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 5. júlí - Jón J. Aðils sagnfræðingur (f. 1869)
- 18. nóvember - Matthías Jochumsson, prestur og skáld (f. 1835).
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 2. janúar - Yfir 4.000 grunaðir kommúnistar og anarkistar voru handteknir í Bandaríkjunum.
- 10. janúar - Versalasamningarnir tóku gildi.
- 16. janúar - Áfengisbann tók gildi í Bandaríkjunum.
- 9. febrúar - Noregur fékk yfirráð yfir Svalbarða.
- 10. mars - Hjalmar Branting varð forsætisráðherra Svíþjóðar.
- 14. mars - Breski herinn hertók Konstantínópel. Ottómanveldið riðaði til falls.
- Apríl - Spænska veikin tók enda.
- 20. apríl - Olympíuleikarnir hófust í Antwerpen.
- 24. apríl - Rússland og Pólland lýsa yfir stríði.
- 25. apríl - Umboðsstjórn Breta í Palestínu var stofnuð.
- 26. apríl - Kanadíska ísknattleiksliðið Winnipeg Falcons, sem var að mestu skipað Vestur-Íslendingum, varð Ólympíumeistari í Antwerpen.
- 16. maí - Jóhanna af Örk var tekin í dýrlingatölu.
- 15. júní - Norður-Slésvík að sameinaðist Danmörku.
- 12. júlí - Stjórn bolsévika í Rússlandi viðurkenndi sjálfstæði Litháen.
- 31. júlí - Sala á getnaðarvörnum var bönnuð í Frakklandi.
- 2. ágúst - Herlög tóku gildi á Írlandi.
- 11. ágúst - Stjórn bolsévika í Rússlandi viðurkenndi sjálfstæði Eistlands og Litháens.
- 14. ágúst - Sumarólympíuleikarnir 1920 hófust fyrir alvöru í Antwerpen.
- 18. ágúst - Konur í Bandaríkjunum fengu kosningarétt.
- 11. september - Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 1920 hófst.
- 17. september - NFL-deildin í amerískum fótbolta var stofnuð.
- 7. október - Konum var veitur réttur til þess að útskrifast með fullar prófgráður frá Oxford-háskóla.
- 31. október - Læknirinn Frederick Banting einangraði insúlín sem átti eftir að verða bylting fyrir meðhöndlun sykursýki.
- 2. nóvember - Repúblikaninn Warren G. Harding var kosinn forseti Bandaríkjanna.
- 15. nóvember - Fyrsti fundur Þjóðabandalagsins var haldinn í Genf.
- 22. nóvember - Grikkir samþykktu nær einróma í þjóðaratkvæðagreiðslu að setja Konstantín 1. aftur á konungsstól eftir lát sonar hans, Alexanders. Konstantín hafði verið settur af árið 1917 en tók aftur við krúnunni 19. desember.
- 1. desember - Mexíkóska byltingin endaði.
- 23. desember - Írlandi var skipt í Suður- og Norður-Írland.
- Lögreglan í London fór að nota bíla í stað hesta.
- Kommúnistaflokkur Bretlands er stofnaður.
- Skarlatssóttarfaraldur gekk í Póllandi og þúsundir manna létust.
- Aston Villa sigraði Huddersfield í fyrsta bikarmeistaramótinu í fótbolta sem haldið hafði verið í Bretlandi frá því 1915.
- Eugene O'Neill hlaut Pulitzer-verðlaun fyrir fyrsta leikrit sitt í fullri lengd, Beyond the Horizon.
- Fyrsta kvikmyndin um grímuklæddu hetjuna Zorro, The Mark of Zorro, var gerð, varð mjög vinsæl og olli straumhvörfum í gerð ævintýramynda. Douglas Fairbanks lék aðalhlutverkið.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 2. janúar - Isaac Asimov, bandarískur rithöfundur og lífefnafræðingur (d. 1992).
- 6. janúar - Sun Myung Moon, kóreskur trúarleiðtogi. (d. 2012)
- 20. janúar - Federico Fellini, ítalskur kvikmyndaleikstjóri (d. 1993).
- 11. febrúar - Farouk 1., konungur Egyptalands (d. 1965).
- 15. febrúar - Anne-Cath.Vestly, norskur barnabókahöfundur (d. 2008).
- 17. mars - Sheikh Mujibur Rahman, bengalskur þjóðernissinni og leiðtogi baráttunnar fyrir sjálfstæði Bangladess (d. 1975).
- 1. apríl - Tóshíro Mífúne, japanskur leikari (d. 1997).
- 7. apríl - Ravi Shankar, indverskur tónlistarmaður (d. 2012).
- 11. apríl - Emilio Colombo, ítalskur forsætisráðherra (d. 2013).
- 15. apríl - Richard von Weizsäcker, þýskur stjórnmálamaður (d. 2015).
- 18. maí - Jóhannes Páll 2. páfi, Karol Józef Wojtyła (d. 2005).
- 25. júlí - Rosalind Franklin, breskur eðlisefnafræðingur og kristallafræðingur (d. 1958).
- 22. ágúst - Ray Bradbury, bandarískur rithöfundur (d. 2012).
- 29. ágúst - Charlie Parker, bandarískur saxafónisti (d. 1955).
- 8. október - Frank Herbert, bandarískur rithöfundur (d. 1986).
- 15. október - Mario Puzo, bandarískur rithöfundur (d. 1999).
- 31. október - Dick Francis, breskur rithöfundur (f. 2010).
- 6. desember
- Dave Brubeck, bandarískur jazzpíanisti og tónskáld.
- George Porter, breskur efnafræðingur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 2002).
- 9. desember - Carlo Azeglio Ciampi, fyrrum forseti Ítalíu. (d. 2016)
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 4. janúar - Benito Pérez Galdós, spænskur rithöfundur og leikskáld (f. 1843).
- 7. janúar - Edmund Barton, fyrsti forsætisráðherra Ástralíu (f. 1849).
- 20. febrúar - Robert Peary, bandarískur landkönnuður (f. 1856).
- 26. apríl - Srinivasa Ramanujan, indverskur stærðfræðingur (f. 1887).
- 14. júní - Max Weber, þýskur hagfræðingur og félagsvísindamaður (f. 1864).
- 11. júlí - Evgenía, fyrrum keisaradrottning Frakklands (f. 1826).
- 31. ágúst - Wilhelm Wundt, þýskur sálfræðingur (f. 1832).
- 25. október - Alexander Grikkjakonungur, dó úr blóðeitrun eftir að tveir apar bitu hann (f. 1893).
- 5. desember - José Pérez, úrúgvæskur knattspyrnumaður (f. 1897).