Nói Síríus

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Opal frá Nóa Síríus.

Nói Síríus er sælgætisframleiðandi á Íslandi. Brjóstsykursgerðin Nói var stofnuð árið 1920 við Óðinsgötu og starfaði síðan um hríð á tveimur stöðum við Túngötu en flutti árið 1933 að Barónsstíg 2. Súkkulaðigerðin Síríus var stofnuð árið 1930 af Hallgrími Benediktssyni og lengi rekin á Barónsstíg í náinni samvinnu við Nóa. Fyrirtækin tvö voru loks sameinuð árið 1977 og fluttist hluti starfseminnar þá að Suðurlandsbraut 4. Frá 1993 hafa höfuðstöðvar fyrirtækisins hins vegar verið að Hesthálsi 2-4.

Árið 1995 rann Sælgætisgerðin Opal saman við Nóa Síríus. Fyrirtækið hafði verið stofnað árið 1944 og var lengst af til húsa í Skipholti 29. Langkunnasta framleiðsluafurð Opal voru samnefndar sælgætistöflur.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi fyrirtækjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.