Fara í innihald

Nói Síríus

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nói Síríus hf
Rekstrarform Hlutafélag
Stofnað Nói 1920 , Síríus 1930 og Opal 1944
Stofnandi Hallgrímur Benediktsson o. fl.
Staðsetning Hesthálsi 2—4, 110 Reykjavík
Lykilpersónur Forstjóri: Finnur Geirsson
Starfsemi Sælgætisgerð
Vefsíða https://www.noi.is

Nói Síríus er sælgætisframleiðandi á Íslandi.

Brjóstsykursgerðin Nói var stofnuð árið 1920 við Óðinsgötu og starfaði síðan um hríð á tveimur stöðum við Túngötu en flutti árið 1933 að Barónsstíg 2. Súkkulaðigerðin Síríus var stofnuð árið 1930 af Hallgrími Benediktssyni og lengi rekin á Barónsstíg í náinni samvinnu við Nóa. Fyrirtækin tvö voru loks sameinuð árið 1977 og fluttist hluti starfseminnar þá að Suðurlandsbraut 4. Frá 1993 hafa höfuðstöðvar fyrirtækisins hins vegar verið að Hesthálsi 2-4.

Árið 1995 rann Sælgætisgerðin Opal saman við Nóa Síríus. Fyrirtækið hafði verið stofnað árið 1944 og var lengst af til húsa í Skipholti 29. Langkunnasta framleiðsluafurð Opal voru samnefndar sælgætistöflur.

Árið 2021 var fyrirtækið selt norska fyrirtækinu Orkla eftir að hafa verið nær heila öld í eigu Hallgríms Benediktssonar og afkomenda hans. [1]
Lasse Ruud-Hansen mun taka við forstjórastöðunni af Finni Geirssyni 1. ágúst 2021.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Ritstjórn viðskiptablaðsins (5. maí 2021). „Orkla kaupir Nóa Síríus“. www.vb.is.
  Þessi fyrirtækjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.