Fara í innihald

Leikskáld

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Leikskáld eða leikritahöfundur er sá nefndur sem semur leikrit. Orðið leikskáld kemur til af því að lengst af í sögu vestrænnar leikritunar voru leikrit samin í bundnu máli að mestu eða öllu leyti. Fyrstu nafnkunnu leikskáldin eru forngrísk skáld frá 5. öld f.Kr.; Æskýlos, Sófókles, Evrípídes, og Aristófanes. Mörg verk þeirra eru reglulega sett upp í leikhúsum enn þann dag í dag.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.