Umboðsstjórn Breta í Palestínu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Palestína
Fáni umboðsstjórnar Breta í Palestínu Skjaldarmerki umboðsstjórnar Breta í Palestínu
Fáni Skjaldarmerki
Staðsetning umboðsstjórnar Breta í Palestínu
Höfuðborg Jerúsalem
Opinbert tungumál Enska, arabíska og hebreska
Stjórnarfar Umboðsstjórn innan breska heimsveldisins á vegum Þjóðabandalagsins

Landstjóri Sir Herbert L. Samuel (1920–1925; fyrstur)
Sir Alan Cunningham (1945–1948; síðastur)
Umboðsstjórn á valdi Bretlands
 • Bretum veitt umboð 25. apríl 1920 
 • Bretland tekur formlega við stjórn 29. september 1923 
 • Sjálfstæðisyfirlýsing Ísraels 14. maí 1948 
Flatarmál
 • Samtals

25.585,3 km²
Mannfjöldi
 • Samtals (1945)
 • Þéttleiki byggðar

1.764.520
66,27/km²
Gjaldmiðill Egypskt pund (til 1927)
Palestínskt pund (frá 1927)

Umboðsstjórn Breta í Palestínu[a][1] var stjórn sem var við lýði frá 1920 til 1948 í Palestínu samkvæmt umboði sem stofnað var til á vettvangi Þjóðabandalagsins.

Í fyrri heimsstyrjöldinni (1914–1918) missti Tyrkjaveldi stjórn í Botnalöndum vegna uppreisnar Araba og innrásarhers Breta.[2] Í Hussein–McMahon-samskiptunum hafði Bretland lofað að viðurkenna stofnun sjálfstæðs Arabaríkis ef Arabar gerðu uppreisn gegn Tyrkjum en eftir styrjöldina skiptu Bretland og Frakkland landsvæðinu á milli sín með Sykes–Picot-samkomulaginu, sem Arabar litu á sem svikráð.

Í Balfour-yfirlýsingunni árið 1917 höfðu Bretar jafnframt lofað að styðja stofnun „heimalands Gyðinga“ í Palestínu. Í lok stríðsins stofnuðu Bretar og Frakkar sameiginlega hernámsstjórn þar sem áður hafði verið landsvæðið Sýrland innan Tyrkjaveldis. Bretar sköpuðu lagagrundvöll fyrir stjórn sinni í Palestínu þegar þeir hlutu umboð til að fara með stjórn svæðisins frá Þjóðabandalaginu í júní árið 1922. Þjóðabandalagið hafði komið á fót kerfi umboðsstjórna með það að markmiði að stýra landsvæðum hins sáluga Tyrkjaveldis „þar til þau gætu staðið á eigin fótum“.[3]

Á tíma umboðsstjórnarinnar fluttu margir Gyðingar til Palestínu og þjóðernishreyfingar færðust í vöxt bæði meðal Gyðinga og Araba á svæðinu. Hagsmunaárekstrar milli fólkshópanna leiddu til uppreisnar Araba í Palestínu árin 1936–1939 og uppreisnar Gyðinga árin 1944–1948. Í nóvember árið 1947 samþykktu Sameinuðu þjóðirnar áætlun um að skipta landsvæðinu í tvö ríki, eitt fyrir Araba og annað fyrir Gyðinga. Palestínustríðið 1947–1949 leiddi hins vegar til þess að landsvæði umboðsstjórnarinnar var skipt á milli Ísraelsríkis, Jórdaníu, sem innlimaði Vesturbakka Jórdan, og Egyptalands, sem stofnaði palestínskt verndarsvæði á Gasaströndinni.

Neðanmálsgreinar[breyta | breyta frumkóða]

  1. Á meðan stjórnin var við lýði var svæðið einfaldlega kallað Palestína en í seinni tíð hafa ýmis hugtök og heiti verið notuð, þar á meðal Palestínuumboðið eða Breska Palestína. (arabíska: فلسطين الانتدابية; Filasṭīn al-Intidābiyah; hebreska: פָּלֶשְׂתִּינָה (א״י); Pāleśtīnā (E.Y.), þar sem „E.Y.“ stendur fyrir ’Eretz Yiśrā’ēl, land Ísraels)

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „League of Nations decision confirming the Principal Allied Powers' agreement on the territory of Palestine“. Afrit af upprunalegu geymt þann 25. nóvember 2013.
  2. Hughes, Matthew, ritstjóri (2004). Allenby in Palestine: The Middle East Correspondence of Field Marshal Viscount Allenby June 1917 – October 1919. Army Records Society. 22. árgangur. Phoenix Mill, Thrupp, Stroud, Gloucestershire: Sutton Publishing Ltd. ISBN 978-0-7509-3841-9. Allenby til Robertsons 25. janúar 1918 in Hughes 2004, bls. 128
  3. Article 22, The Covenant of the League of Nations Geymt 26 júlí 2011 í Wayback Machine og "Mandate for Palestine," Encyclopaedia Judaica, 11. bindi, bls. 862, Keter Publishing House, Jerusalem, 1972
  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.