Stúdentaráð Háskóla Íslands
Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ) er félag og vettvangur fyrir hagsmunabaráttu stúdenta við háskólann. Stúdentar kjósa fulltrúa í sviðsráð fyrir hvert fimm sviða Háskóla Íslands og skipa forsetar sviðsráðanna stjórn Stúdentaráðs auk forseta og varaforseta. Stúdentaráð stendur fyrir ýmiskonar starfsemi og viðburðum sem tengjast réttindavörslu og félagslífi stúdenta.
Forseti Stúdentaráðs er Isabel Alejandra Diaz, fulltrúi Röskvu líkt og þrír síðustu formenn. Isabel er fyrsti formaður Stúdentaráðs af erlendum uppruna og fyrsta konan til að gegna embætti forseta tvö ár í röð. Varaforseti er Sara Þöll Finnbogadóttir, hagsmunafulltrúi er Jessý Jónsdóttir og lánasjóðsfulltrúi er Vífill Harðarson. [1]
Starfsstöður SHÍ eru: Forseti, varaforseti, lánasjóðsfulltrúi, framkvæmda-stjóri/stýra, alþjóðafulltrúi, Aurora fulltrúi, ritstjóri Stúdentablaðsins.[2]
Fastanefndir sem SHÍ skipar eru níu: Alþjóðanefnd, Félags- og menningarnefnd, Fjármála- og atvinnulífsnefnd, Fjölskyldunefnd, Jafnréttisnefnd, Kennslumálanefnd, Lagabreytinganefnd, Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd, Umhverfis- og samgöngunefnd.[3]
Saga stúdentaráðs[breyta | breyta frumkóða]
Stúdentaráð var stofnað árið 1920.
Fylkingar[breyta | breyta frumkóða]
Kosið er til Stúdentaráðs af lista sem fylkingar bjóða fram. Undanfarna þrjá áratugi hafa það verið fylkingarnar Röskva og Vaka sem hafa notið mest fylgis og skiptst á að hafa meirihluta nokkur ár í senn. Aðrar fylkingar hafa þó iðulega boðið fram svo sem H-listinn, Skrökva og Öskra í seinni tíð. Á árum áður voru starfandi fylkingarnar Umbótasinnar, Félag vinstrimanna, Vinstrimenn og Félag róttækra stúdenta.
Formenn SHÍ gegnum tíðina[breyta | breyta frumkóða]
Forseti (áður formaður) Stúdentaráðs er ábyrgðarstaða sem margt þjóðþekkt fólk hefur gegnt gegnum tíðina. Meðal fyrri formanna má nefna: Össur Skarphéðinsson, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Björk Vilhelmsdóttur, Dag B Eggertsson og Jónas Fr Jónsson.[4]
Nafn | Frá | Til | Fylking |
---|---|---|---|
Isabel Alejandra Diaz | 2020 | Röskva | |
Jóna Þórey Pétursdóttir | 2019 | 2020 | Röskva |
Elísabet Brynjarsdóttir | 2018 | 2019 | Röskva |
Ragna Sigurðardóttir | 2017 | 2018 | Röskva |
Kristófer Már Maronsson | 2016 | 2017 | Vaka |
Aron Ólafsson | 2015 | 2016 | Vaka |
Ísak Einar Rúnarsson | 2014 | 2015 | Vaka |
María Rut Kristinsdóttir | 2013 | 2014 | Vaka |
Sara Sigurðardóttir | 2012 | 2013 | Vaka |
Lilja Dögg Jónsdóttir | 2011 | 2012 | Vaka |
Jens Fjalar Skaptason | 2010 | 2011 | Vaka |
Hildur Björnsdóttir | 2009 | 2010 | Vaka |
Björg Magnúsdóttir | 2008 | 2009 | Röskva |
Dagný Ósk Aradóttir | 2007 | 2008 | Röskva |
Sigurður Örn Hilmarsson | 2006 | 2007 | Vaka |
Elías Jón Guðjónsson | 2005 | 2006 | H-listinn |
Jarþrúður Ásmundsdóttir | 2004 | 2005 | Vaka |
Davíð Gunnarsson | 2003 | 2004 | Vaka |
Brynjólfur Stefánsson | 2002 | 2003 | Vaka |
Þorvarður Tjörvi Ólafsson | 2001 | 2002 | Röskva |
Eiríkur Jónsson | 2000 | 2001 | Röskva |
Finnur Beck | 1999 | 2000 | Röskva |
Ásdís Magnúsdóttir | 1998 | 1999 | Röskva |
Haraldur Guðni Eiðsson | 1997 | 1998 | Röskva |
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson | 1996 | 1997 | Röskva |
Guðmundur Steingrímsson | 1995 | 1996 | Röskva |
Dagur B Eggertsson | 1994 | 1995 | Röskva |
Páll Magnússon | 1993 | 1994 | Röskva |
Pétur Þ. Óskarsson | 1992 | 1993 | Röskva |
Steinunn Valdís Óskarsdóttir | 1991 | 1992 | Röskva |
Sigurjón Þ. Árnason | 1990 | 1991 | Vaka |
Jónas Fr. Jónsson | 1989 | 1990 | Vaka |
Sveinn Andri Sveinsson | 1988 | 1989 | Vaka |
Ómar Geirsson | 1987 | 1988 | Umbótasinnar |
Eyjólfur Sveinsson | 1986 | 1987 | Vaka |
Björk Vilhelmsdóttir | 1986 | 1986 | Félag vinstrimanna |
Guðmundur Jóhannsson | 1985 | 1986 | Vaka |
Stefán Kalmansson | 1984 | 1985 | Vaka |
Aðalsteinn Steinþórsson | 1983 | 1984 | Umbótasinnar |
Gunnar Jóhann Birgisson | 1982 | 1983 | Vaka |
Finnur Ingólfsson | 1981 | 1982 | Umbótasinnar |
Stefán Jóhann Stefánsson | 1980 | 1981 | Félag vinstrimanna |
Þorgeir Pálsson | 1979 | 1980 | Félag vinstrimanna |
Bolli Héðinsson | 1978 | 1979 | Vinstrimenn |
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir | 1977 | 1978 | Vinstrimenn |
Össur Skarphéðinsson | 1976 | 1977 | Vinstrimenn |
Gestur Guðmundsson | 1975 | 1976 | Vinstrimenn |
Arnlín Óladóttir | 1974 | 1975 | Vinstrimenn |
Halldór Ármann Sigurðsson | 1973 | 1974 | Vinstrimenn |
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ „Isabel nýr forseti Stúdentaráðs HÍ“. www.mbl.is . Sótt 5. maí 2020.
- ↑ „Skrifstofa og starfsfólk SHÍ“.
- ↑ „Nefndir SHÍ“.
- ↑ „Formenn SHÍ frá 1920“.