Winnipeg Falcons

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mynd af gullverðlaunahöfunum í Fálkunum 1920 (á myndinni er líka ókenndur starfsmaður skipsins og ónefnd kona)

Winnipeg Falcons (eða Falcons) (á íslensku aðeins nefndir Fálkarnir) var ísknattleikslið Vestur-Íslendinga sem var stofnað árið 1908.[1][2] Stofnendur voru bæði norðan- og sunnanmenn í Winnipeg. Lið Fálkanna fóru á Ólympíuleikana í Antwerpen fyrir hönd Kanada árið 1920 og urðu ólympíumeistarar það árið. Allir meðlimir í sigurliði Fálkana voru af íslenskum ættum nema einn, en sá hét „Huck“ Woodman, og var varamaður. Af Fálkunum í ólympíuliðinu þótti Frank Fredrickson einna bestur. Mikið var einnig látið af snilld Mike Goodmans. Liðið leystist upp nokkrum árum eftir sigurinn, þar eð sumum var boðið að spila í liðum í Bandaríkjunum.[3]

Meðlimir Fálkana ólympíuárið[breyta | breyta frumkóða]

  • Jacob Walter "Wally" Byron, markvörður.
  • Halli (Slim) Halderson, hægri sóknarmaður.
  • Frank Fredrickson, miðju sóknarmaður og fyrirliði
  • Konráð Jónasson "Konnie" Jóhannesson, bakvörður.
  • Magnús "Mike" Goodman, vinstri vængmaður.
  • Robert John Benson, bakvörður.
  • Kristmundur "Chris" Númi Friðfinnson, varamaður.
  • Allan Charles "Huck" Woodman, varamaður.
  • Óli Björnsson, aðstoðamaður.

Forseti liðsins var Hebbie Axford, en þjálfari Fálkanna var Guðmundur "Gordon" Sigurjónsson.[4][5]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Íslendingar vinna sér frægð!“. Voröld. 30 December 2019. bls. 1. Sótt 28 November 2022 – gegnum Tímarit.is.
  2. Óskar Ófeigur Jónsson (9 February 2018). „„Íslenska" liðið sem vann Ólympíugull fyrir næstum því hundrað árum“. Vísir.is. Sótt 29 November 2022.
  3. Steinþór Guðbjartsson (3 February 2002). „Fálkarnir um alla framtíð“. Morgunblaðið. bls. 1B–5B. Sótt 29 November 2022 – gegnum Tímarit.is.
  4. Óskar Ófeigur Jónsson (27 April 2020). „Hundrað ár síðan að „Ísland" vann Ólympíugull“. Vísir.is. Sótt 29 November 2022.
  5. „Íshokkílið Fálkanna og forsvarsmenn“. Morgunblaðið. 3 February 2002. bls. B4. Sótt 2 February 2020.

Frekari lesning[breyta | breyta frumkóða]

  • Tryggvi Oleson (ritstj.), Saga Íslendinga í Vesturheimi, V. bindi, Bókaútgáfa Menningarsjóðs, 1953, bls. 228-229.
Puzzle stub.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.