Alþjóðasiglingasambandið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Alþjóðasiglingasambandið (enska: International Sailing Federation - skammstafað ISAF) er æðsta yfirvald í siglingaíþróttum, einkum keppnum á kænum, kjölbátum, seglbrettum og keppnum með fjarstýrðum seglbátum. Aðilar að sambandinu eru siglingasambönd hinna ýmsu landa. Sambandið var stofnað árið 1996 upp úr Alþjóða kappsiglingasambandinu. Það stendur fyrir keppnum í siglingum á Sumarólympíuleikunum og Heimsmeistaramót Alþjóða siglingasambandsins á fjögurra ára fresti (það fyrsta var haldið árið 2003).

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]