Fjallahjól

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Torfærukeppni á fjallahjólum.

Fjallahjól eru reiðhjól á breiðum dekkjum með allt að 27 gírum og sérhönnuð til að ferðast um utan malbikaðra vega. Fyrstu fjallahjólin komu á sjónarsviðið á níunda áratug tuttugustu aldar og voru þau hönnuð út frá Schwinn Balloon-hjólinu.

Tegundir fjallahjóla[breyta | breyta frumkóða]

Undanfarin ár hefur komið fram á sjónarsviðið fjöldinn allur af tegundum og mismunandi afbrigði af reiðhjólum. Fjallahjól eru framleidd með annað hvort framdempara eða með tveimur dempurum; einum að framan og einum að aftan. Slík hjól eru kölluð víðavangshjól eða cross-country. Ferðahjólin eru einnig vinsæl. Yfirleitt eru það einfaldlega hefðbundin fjallahjól með aukaútbúnaði, s.s. brettum og bögglaberum en þeir allra hörðustu fjárfesta í sérútbúnum ferðahjólum með sérstöku lagi og miklu af sérsniðnum útbúnaði. Nú seinustu ár hafa einnig komið fram hjól sem líkjast BMX-hjólum og eru mest notuð í brautum, á stökkpöllum og innanbæjar. Fjallabrun er orðið vinsælt sport víða um heim og er því oft líkt við snjóbrettaæðið. Sérútbúin hjól sem líkjast einna helst mótorkrosshjólum eru notuð í þessa íþrótt en keppnir eru haldnar víða um heim. Free-ride-hjól eru svo nýjasta æðið en sá stíll er sóttur til Bresku Kólumbíu í Kanada þar sem hjólað er eftir mjög tæknilega erfiðum leiðum, oft á uppbyggðum pöllum, með ýmsum þrautum og stökkpöllum. Þessi hjól eru mitt á milli fjallabrunshjóla og víðavangshjóla, yfirleitt með dempurum að framan og aftan svipað og fjallabrunshjólin en oft léttari og meðfærilegri.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  • „Hjólað á Íslandi í 100 ár“. Sótt 23. apríl 2006.
  • UCI Mountain Bike & Trials World Championships "Val di Sole 2008", ITALY Geymt 21 mars 2008 í Wayback Machine
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu