Fara í innihald

Seglbretti

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Seglbrettasiglingar og flugdrekasiglingar á Columbia River í Óregon.

Seglbretti er tveggja til fimm metra langt sjóbretti með einu segli. Mastrið er úr léttu plastefni og er fest við brettið með kúlufestingu sem getur snúist í allar áttir. Seglbrettamaðurinn getur því hallað og snúið seglinu að vild með höndunum um leið og hann stjórnar brettinu með fótunum. Það sameinar því suma kosti brimbretta og seglbáta í einu siglingatæki.

  Þessi íþróttagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.