Fara í innihald

Ásdís Hjálmsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ásdís árið 2012.

Ásdís Hjálmsdóttir (fædd 28. október 1985) er íslensk fyrrum frjálsíþróttakona og spjótkastari.

Hún hefur keppt á Ólympíuleikunum árin 2008, 2012 og 2016. Ennfremur árin 2006, 2010, 2012, 2014 og 2016 á Evrópumóti í frjálsum íþróttum og árin 2009, 2011, 2013, 2015 og 2017 á heimsmeistaramóti í frjálsum íþróttum. Ásdís á íslandsmetið í spjótkasti; 63,43 metrar, sem hún setti 12. júlí 2017 í Joensuu, Finnlandi. Sama ár lenti hún í 11. sæti á Heimsmeistaramótinu í London. [1]

Ásdís útskrifaðist í lyfjafræði úr Háskóla Íslands árið 2012 með hæstu einkunn sem gefin hefur verið í því fagi. [2]

Hún ákvað að segja skilið við íþróttakeppnir eftir sumarið 2020. Hún býr nú í Svíþjóð.

Fyrirmynd greinarinnar var „Ásdís Hjálmsdóttir“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 10. ágúst 2017.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Ásdís endaði í 11. sæti Rúv, skoðað 10. ágúst, 2017.
  2. Ásdís Hjálms útskrifaðist með hæstu einkunn sem hefur verið gefin Vísir, skoðað 10. ágúst, 2017.