Aníta Hinriksdóttir
Aníta Hinriksdóttir (fædd 13. janúar 1996) er íslensk frjálsíþróttakona sem keppir fyrir ÍR.
Íþróttaferill
[breyta | breyta frumkóða]Aníta varð heims- og Evrópumeistari í 800 metra hlaupi ungmenna með aðeins sex daga millibili í júlí 2013 og bætti Norðurlandameistaratitli í safnið tæpum mánuði síðar. Hún vann 800 m hlaupið á heimsmeistaramóti 17 ára og yngri í Donetsk í Úkraínu 14. júlí 2013[1], 20. júlí 2013 var hún hlutskörpust í sömu grein á Evrópumóti 19 ára og yngri í Rieti á Ítalíu[2] og 17. ágúst sigraði hún örugglega í sömu grein á Norðurlandamóti 19 ára og yngri í Espoo í Finnlandi[3]. Aníta bætti eigið Íslandsmet þegar hún hljóp 800 metra á 2:00,49 mínútum á ungmennamóti í Mannheim í Þýskalandi 30. júní 2013[4]. Þann 17.ágúst 2016 bætti hún síðan Íslandsmetið aftur á Ólympíleikunum í Ríó. Það var bæting um þrjátíu og fimm sekúndubrot og var tíminn 2:00´14.
Viðurkenningar
[breyta | breyta frumkóða]Í kjölfar góðs árangurs á íþróttamótum hefur Aníta fengið ýmsar viðurkenningar.
Dagsetning | Viðurkenning | Veitt af |
---|---|---|
12. október 2013[5] | Vonarstjarna evrópskra frjálsíþrótta í kvennaflokki | Frjálsíþróttasamband Evrópu |
2. desember 2013[6] | Frjálsíþróttakona ársins og frjálsíþróttamaður ársins | Frjálsíþróttasamband Íslands |
18. desember 2013[7] | Íþróttakona Reykjavíkur | Íþróttabandalag Reykjavíkur |
27. desember 2013[8] | Íþróttamaður ársins | Sport.is |
28. desember 2013[9] | Annað sæti í kjöri á íþróttamanni ársins | Samtök íþróttafréttamanna |
31. desember 2013[10] | Maður ársins | Rás 2 |
Fjölskylda
[breyta | breyta frumkóða]Aníta er systurdóttir hlaupakonunnar Mörthu Ernstdóttur[11], sem keppti fyrir Ísland á sumarólympíuleikunum í Sydney 2000.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Ívar Benediktsson. „Aníta varð heimsmeistari“, mbl.is, 14. júlí 2013.
- ↑ „Aníta Evrópumeistari“, mbl.is, 20. júlí 2013.
- ↑ Óskar Ófeigur Jónsson. „Aníta Heims-, Evrópu- og Norðurlandameistari á árinu 2013“, visir.is, 18. ágúst 2013.
- ↑ „Aníta bætti Íslandsmetið í Mannheim“, mbl.is, 30. júní 2013.
- ↑ „Aníta kjörin vonarstjarna Evrópu“, RÚV, 12. október 2013.
- ↑ „Aníta frjálsíþróttamaður ársins“, RÚV, 2. desember 2013.
- ↑ „Helgi og Aníta íþróttafólk Reykjavíkur“, RÚV, 18. desember 2013.
- ↑ „Aníta Hinriksdóttir er íþróttamaður ársins hjá Sport.is árið 2013!“, Sport.is, 27. desember 2013.
- ↑ „Gylfi Þór Sigurðsson íþróttamaður ársins 2013“, mbl.is, 28. desember 2013.
- ↑ „Aníta maður ársins á Rás 2“, RÚV, 31. desember 2013.
- ↑ „Brautarmet féllu í Vesturgötuhlaupinu“, Vísir, 22. júlí 2008.