Fara í innihald

Mangan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
   
Króm Mangan Járn
  Teknetín  
Efnatákn Mn
Sætistala 25
Efnaflokkur Hliðarmálmur
Eðlismassi 7470,0 kg/
Harka 6,0
Atómmassi 54,938049 g/mól
Bræðslumark 1517,0 K
Suðumark 2235,0 K
Efnisástand
(við staðalaðstæður)
Fast form
Lotukerfið

Mangan (eftir heiti gríska héraðsins Magnesíu) er frumefni með efnatáknið Mn og sætistöluna 25 í lotukerfinu. Það kemur fyrir hreint í náttúrunni, oft með járni og í ýmsum steindum. Hreint mangan er mikilvægt í framleiðslu á málmblendum, einkum ryðfríu stáli.

Manganfosfatmeðferð er notuð gegn ryði og til að koma í veg fyrir tæringu í stáli. Mangan kemur fyrir í ýmsum litum eftir oxunartölu þess og er þannig notað sem litaduft í málningu. Permanganöt alkalí- og jarðalkalímálma eru öflugir oxarar. Mangandíoxíð er notað í bakskaut rafhlaða.

Mangan(II) jónir eru hjálparefni fyrir mörg ensím í flóknum lífverum þar sem þær eru nauðsynlegar til að afeitra súperoxíð sindurefna. Sem snefilefni er mangan nauðsynlegt öllum þekktum lífverum. Í of miklu magni veldur það manganeitrun sem meðal annars getur valdið taugakerfi spendýra varanlegum skaða.

Almennir eiginleikar[breyta | breyta frumkóða]

Mangan er gráhvítur málmur sem líkist járni. Þetta er harður og mjög stökkur málmur, illa sambræðanlegur en oxast auðveldlega. Mangan þarf sérstaka meðhöndlun til að verða seglandi.

Algengustu oxunartölur mangans eru +2, +3, +4, +6 og +7. Samt sem áður hafa oxunartölur frá -3 til +7 sést. Mn2+ keppir oft við Mg2+ í líffræðilegum kerfum. Efnasambönd sem innihalda mangan +7 eru öflugir oxunarmiðlar.

Notkun[breyta | breyta frumkóða]

Manganít, manganoxíð

Mangan er ómissandi í framleiðslu á járni og stáli sökum brennisteinsbindingar-, afoxunar- og málmblendishæfileika þess. Stálframleiðsla, ásamt járnframleiðsluhluta hennar, er orsök um það bil 85% til 90% allrar eftirspurnar eftir mangani. Ásamt öðrum notum er mangan í lykilhlutverki við framleiðslu á ódýru, ryðfríu stáli og einstökum algengum álblöndum.

Mangan(IV) oxíð (mangantvíoxíð) er notað í upprunalegu útgáfunni af þurrhlöðnum rafhlöðum og einnig sem efnahvati. Mangan er notað til að aflita gler (fjarlægir græna slikju sem járn veldur) og, í hærri efnastyrk, til að framleiða fjólublátt gler. Manganoxíð er brúnt litarefni sem hægt er að nota við framleiðslu á málningu og er einn af efnaþáttunum í náttúrulega litarefninu úmbru.

Kalínpermanganat (KMnO4-) er öflugur oxari, notaður sem sótthreinsunarefni í læknisfræði og efnafræði.